Rekstur snýst um fólk, ekki bara tölur og kerfi

Mynd: Golli

Það er alveg sama hversu klár stjórnandinn er og hversu góð sýn liggur að baki, ef hann nær ekki að miðla henni fær hann ekki fólk með sér.

Þetta segir Brynhildur S. Björnsdóttir , eigandi og stjórnarformaður GG Verk, í nýlegu viðtali sem birtist í Mannlíf. Þar ræðir hún opinskátt um forystu, samskipti og þá ábyrgð sem fylgir því að leiða fólk í krefjandi rekstri.

Í viðtalinu segir Brynhildur góð stjórnun snúist ekki eingöngu um greiningar, tölur og kerfi, heldur fyrst og fremst um fólk. Um traust, samskipti og mikilvægi þess að geta miðlað sýn á skýran og heiðarlegan hátt.

Mynd: Golli

Stjórnandi þarf að elska fólk og vera fær í samskiptum, fær í að miðla,“ segir hún og undirstrikar að forysta mótist af raunverulegum aðstæðum, áskorunum og daglegri ábyrgð.

Viðtalið endurspeglar þá vegferð sem GG Verk hefur verið á síðustu misseri, þar sem lögð er áhersla á skýra forystu, fagmennsku og uppbyggingu til framtíðar. Lesið viðtalið í heild hér 👉 „Ég finn að ég er ekki eins mjúk og ég var áður“

Hjónin Brynhildur S. Björnsdóttir og Helgi Gunnarsson, eigendur GG Verk.

Mynd; Golli