GG Verk styrkir fjármálateymið
GG Verk leitar að öflugum aðila í fjárstýringu. Félagið verður 20 ára á árinu en er á miklum vaxtar- og umbrotatíma. Undanfarin ár höfum við markvisst byggt upp faglegt rekstrarumhverfi með áherslu á gæði, skýra ferla og ábyrgð í öllum þáttum starfseminnar. Nú tökum við næsta skref og leitum að sérfræðingi í fjárstýringu til að styrkja innviði félagsins enn frekar.
Starfið er lykilhlutverk í áframhaldandi uppbyggingu GG Verk og snýr að fjármálastýringu, greiningu, áætlanagerð og stuðningi við stjórnendur og verkefnateymi. Hér gefst tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á rekstur, ákvarðanatöku og langtímastefnu félagsins. Næsti yfirmaður verður framkvæmdastjóri fjármála og reksturs og kemur viðkomandi til með að vinna náið með framkvæmdastjórn félagsins.
Við leitum að einstaklingi sem:
hefur sterka greiningarhæfni og skilning á fjármálum rekstrarfyrirtækja
vill vinna náið með stjórnendum og taka virkan þátt í stefnumörkun
þrífst í umhverfi þar sem ábyrgð, fagmennska og skýr markmið skipta máli
GG Verk er eitt öflugasta byggingarfyrirtæki landsins með um 100 starfsmenn, skýra framtíðarsýn og metnaðarfull markmið. Hér er lögð áhersla á traust, gæði og langtímahugsun í rekstri.
Nánari upplýsingar og umsókn:
Sérfræðingur í fjárstýringu – GG Verk - Hagvangur