GG Verk hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025!
Við erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025 fyrir markvissa og metnaðarfulla vinnu í jafnréttismálum. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem náð hafa jafnvægi kynja í framkvæmdastjórn og efsta stjórnendalagi.
Þuríður Sóley Sigurðardóttir, mannauðssérfræðingur GG Verk, tók við viðurkenningunni við hátíðlega athöfn FKA þann 9. október, þar sem samtals 128 aðilar hlutu viðurkenningu – þar á meðal 90 fyrirtæki.
Jafnrétti er ákvörðun
Við hjá GG Verk trúum því að jafnrétti sé lykillinn að árangri og heilbrigðri fyrirtækjamenningu. GG er jafnlaunavottað fyrirtæki og leggur áherslu á að skapa vinnuumhverfi þar sem öllum gefast jöfn tækifæri til að vaxa og njóta virðingar, óháð kyni eða bakgrunni.
Jafnvægisvogin – hreyfiafl fyrir raunverulegar breytingar
Verkefnið er hluti af hreyfiaflsverkefni FKA í samstarfi við m.a. Dómsmálaráðuneytið, Deloitte og Creditinfo. Það miðar að því að ná að minnsta kosti 40/60 kynjahlutfalli í efstu stöðum fyrirtækja og stofnana.
Við erum þakklát fyrir þessa viðurkenningu og höldum áfram að velja jafnrétti – því jafnrétti er ákvörðun.