Heilbrigðisráðherra í heimsókn!

Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra, heimsótti verkstaðinn okkar að Urðarhvarfi 16, þar sem GG er í óða önn að leggja lokahönd á sólarhringsþjónustu með 100 hjúkrunarrýmum og tilheyrandi stoðrýmum á 8 hæðum, auk bílakjallara.

T.h. má sjá Teit Guðmundsson, lækni og stofnanda Heilsuverndar en t.v. við Ölmu má sjá forstjóra GG, Helga Gunnarsson.

Verkefnið er langt komið en verkskil eru áætluð árið 2026. Verkkaupi er Súlur ehf.