Aurora Nooks hótelið slær í gegn!
Við erum ákaflega stolt af Aurora Nooks hótelinu, sem er eigið verk og opnaði í desember síðastliðinn. Hótelið samanstendur af 39 stúdíó íbúðum sem rúma frá 2 upp í 5 gesti. Hótelið er staðsett í Auðbrekku 4-6 í hjarta Kópavogs. Stutt í matvöruverslunina Bónus, ýmsa veitingastaði og Sky Lagoon.
Gunnar Borgarsson F.A.Í. eigandi ASK arkitekta teiknaði húsið en Steinunn Thalia J. Claessen, arkitektarnemi og hönnunarfulltrúi hjá GG Verk sá um alla innanhúss hönnun. Tobba og Sæþór hjá Farva hönnuðu logo hótelsins.
Heimaleiga sér um allan rekstur hótelsins og þegar þetta er skrifað hafa 179 gestir gefið hótelinu um 9 í einkunn (sjá Booking.com).
Sjón er söguríkari!