"Verktakinn GG Verk, reyndist framúrskarandi vel."

Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs var opnaður með viðhöfn á dögunum. Mikil ánægja ríkir með framkvæmdirnar eða eins og Finnur Sveinbjörnsson, formaður GKG, segir í Kópavogsblaðinu (8 tbl., 22.árg. 7. apríl 2016): "Verktakinn, GG Verk, reyndist framúrskarandi vel. Kostnaðar- og tímaáætlanir stóðust nánast upp á prik." Sama getum við hjá GG sagt um verkkaupann GKG, sem reyndist frábær í allri samvinnu.

Til gamans má geta að umsögn Agnars Más Jónssonar, framkvæmdastjóra GKG, var heldur ekki af verri endanum: "Við hjá GKG erum mjög sátt með alla aðkomu GG verks að byggingu Íþróttamiðstöðvarinnar. Við unnum eftir metnaðarfullum áætlunum sem stóðust og þau frávik sem upp komu á leiðinni voru leyst með faglegum hætti. Þá verðum við að róma GG verk fyrir eindæma snyrtimennsku á meðan á byggingunni stóð, sem gerði það að verkum að allt rask vegna framkvæmda var lágmarkað."

GG teymið þakkar fyrir sig og óskar Garðbæingum og Kópavogsbúum hjartanlega til hamingju með stórglæsilega íþróttamiðstöð!