GG VERK

Reynsla, fagmennska, góð samskipti og áreiðanleiki

GG Verk er framsækið byggingafyrirtæki sem byggir á sterkum grunni. Verðmætasköpun okkar felst í byggingu vandaðra mannvirkja sem byggð eu innan tilskilins tímaramma - af framúrskarandi fagmennsku. Einkunnarorð okkar eru góð samskipti, snyrtimennska, gæði og öryggi.

Halda gluggarnir vatni í lægðunum?

GG Verk þróar aðferð til að slagregnsprófa ísetta glugga í nýbyggingum.

images.jpg

slagregn

halda gluggarnir í íslensku slagviðri?

Á Íslandi er allra veðra von. Öll verðum við fyrir barðinu á djúpum lægðum með miklu roki og lemjandi rigningu. Í slíkum veðrum leitum við skjóls í notalegum híbýlum okkar og ættum þar með að vera sloppinn frá ónotunum úti fyrir. 

Til að svo megi verða þá þurfa húsin okkar að vera vind- og vatnsþétt.  

En ekkert er gefið í þeim efnum og líklega eru það gluggar og hurðir sem snúa berskjölduð upp í veður og vind sem oftast bregðast þegar á reynir. 

Íslenskri byggingarreglugerð er ætlað að tryggja öryggi og heilsu okkar samfélagsþegnanna og gerir þar af leiðandi kröfu um að gluggar og hurðir standist íslenskt slagveður eins og það gerist verst. 

Sú trygging felst í því að framleiðandur á gluggum og hurðum þurfa með viðurkenndum prófunum, útreikningum og mælingum, samkvæmt tilteknum staðli að sýna fram á að svo sé. 

Eftir slíka prófun og með viðurkenndri framleiðslustýringu í verksmiðju sinni má framleiðandinn CE merkja vöruna til mark um að slíkum reglum hafi verið framfylgt og niðurstöðurnar séu marktækar og viðurkenndar af byggingaryfirvöldum.  

En þéttleiki glugga og hurða er eitt og ísetning þeirra í íslenskan útvegg er annað. Þéttleiki glugga og hurða er prófaður í tilraunastofu en ísetning glugga og hurða, fullfrágengin í veggi húsa er almennt ekki prófuð á sömu forsendum. 

Það er með þetta eins og flest annað, ekkert er sterkara en veikasti hlekkurinn og heimsins bestu gluggar eru lítils virði ef þéttleiki ísetningarinnar er lakari en það sem gluggarnir sjálfir standa fyrir. 

Ástæða þess að ekki hafa verið framkvæmdar prófanir á ísetningaraðferðum á gluggum og hurðum hér á landi er líklega sú að ekki hefur verið þróuð tækni til að framkvæma slíkar prófanir. 

Nú hefur GG verk þróað slíka aðferð og komið sér upp þekkingu og búnaði til að geta lagt mat á og prófað þær ísetningaraðferðir með þeim ísetningarefnum sem á að nota hverju sinni.
Aðferðin byggir á sambærilegri aðferðafræði og með hliðsjón af sama staðli og þeim sem beitt er við prófun á gluggum og hurðum í tilraunarstofu.
— Ferdinand Hansen, gæða- og öryggisstjóri
sprautað.jpg

glufa?

-vatn dregst inn fyrir glugga við minnstu glufu

Það er gert með því að mynda 1100 pa lægri þrýsting innan við gluggann en er fyrir utan hann, samhliða því að sprauta tilteknu magni af vatni á vegg og glugga að utan og mynda þannig aðstæður sambærilegar við íslenskt slagveður af verstu gerð. 

Þegar búið er að skapa slíkar aðstæður eru allar líkur á að vatn dragist inn fyrir gluggann ef minnsta glufa er á þéttingunni. 

yfirlit.jpg

Þrýstiprófun

1100 pa lægri þrýstingur myndaður innan við gluggann áður en sprautað er tilteknu magni af vatni á vegg og glugga að utan

Samhliða góðri þéttingu þarf að tryggja góða útloftun á milli glugga og veggjar til að koma í veg fyrir rakamyndun sem annars gæti með tímanum leitt til fúa og myglu. 

Til að tryggja eins og hægt er að vel takist þá telja stjórnendur GG verks mikilvægt að í stórum byggingum séu slíkar prófanir gerðar með reglulegu millibili til að tryggja viðvarandi fagleg vinnubrög við ísetningu og frágang. 

GG verk er eitt fárra fyrirtækja í mannvirkjagerð sem er vottað samkvæmt alþjóðlega gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001 og þessi þróun á ísetningu glugga er viðvarandi viðleitni stjórnenda fyrirtækisins til að standa undir viðurkenningunni og hámarka ávallt líkurnar á að vel takist til. 

Vottunin ISO 9001 staðfestir að stjórnendur GG verk leitast eftir fremsta megni að framfylgja í hvívetna lögum, reglum og stöðlum þannig að mannvirkið í heild standist íslenska byggingarreglugerð og tryggja þannig öryggi og heilsu þeirra sem koma til með að nota mannvirkið um ókomna tíð. 

Ferdinand Hansen gæðastjóri GG.jpg

Ferdinand Hansen

Gæða- og öryggisstjóri GG

Kaupfélagsreiturinn í Mosó að taka á sig mynd!

Uppbygging á gamla kaupfélagsreitnum í Mosfellsbæ eða að Bjarkarholti 2-20 eru að taka á sig góða mynd. Um er að ræða 65 íbúðir og bílakjallara í 4 húsum fyrir 50 ára og eldri. Íbúðirnar eru í hjarta bæjarins - þar sem flest öll þjónusta er í göngufæri.

Áhugasamir geta sent inn fyrirspurn á bjarkarholt@ggverk.is og fengið meiri upplýsingar.

Húsin í jólabúningi…

Húsin í jólabúningi…

Og svo sumar og sól….

Og svo sumar og sól….

Takki 08-10.jpg
Takki 12-14.jpg
Takki 16-18.jpg
Takki 20.jpg
Innfelling 0003.jpg
Innfelling 0929.jpg

Halló Hafnarfjörður!

Helgi Gunnarsson, undirritaði samning um uppbyggingu á Dvergsreitnum við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar á dögunum fh hönd GG, samkvæmt niðurstöðum útboðs og hönnunarsamkeppni. Sjá frétt á vef Hafnarfjarðarbæjar hér

gg-dvergur-undirskrift-2.jpg

Deiliskipulagið er á lokastigum og stefnt er að því að framkvæmdir hefjist þar í haust. Þar munum við byggja 20 íbúðir í 5 fallegum húsum, ásamt bílakjallara og verslun við Lækjargötu - í hjarta bæjarins. Hér má sjá myndir úr vinningstillögu Trípólí og KRADS arkiktekta. 

1.jpg
2.jpg
3.jpg
4.jpg

Íbúðir fyrir 50+ í hjarta Mosfellsbæjar!

Við höfum nú hafist handa við uppbyggingu á gamla kaupfélagsreitnum í Mosfellsbæ eða Bjarkarholti 8-20, í hjarta Mosfellsbæjar - þar sem flest þjónusta er í göngufæri.

Þar munu rísa fjögur fjölbýlishús á 3-5 hæðum eða um 65 íbúðir fyrir 50 ára og eldri. 

Mynd á heimasíðu2.jpg
Mynd á heimasíðu.jpg

Arkitektar reitsins eru ASK arkitektar en Landhönnun sér um landslagið en lögð verður rík áhersla á að stuðla að grænni ásýnd umhverfisins. Sjá umfjöllun hér í Bæjarblaðinu Mosfellingi. 

Sala er ekki hafin á íbúðunum en áhugasamir geta skráð sig á lista yfir áhugasama - með því að senda póst á ggverk@ggverk.is. Áætluð verklok eru árið 2020 en skilum á íbúðum verða þó áfangaskipt fram að því.

Álalind afhent - aðeins 2 íbúðir eftir!

Álalind 2 var afhent í gær (20.des) samkvæmt plani en alls eru 23 íbúðir seldar af 25 í húsinu. Það var sannanlega líf og fjör í húsinu í gær- þar sem eigendur og starfsmenn GG hjálpuðu til við flutninga ofl. Stór stund fyrir alla. Ekki síst fyrir okkur í GG - enda höfum við lagt alúð í að byggja húsnæði sem mun nú fyllast af lífi, fjöri, ást og sigrum.

Út á það gengur þetta.

Gleðileg jólin elsku vinir nær og fjær. 

Álalind.jpg

Starfsánægja hjá GG Verk aldrei meiri!

Eitt af okkar mikilvægustu gæðamarkmiðum er starfsánægja - enda er hún forsenda allra gæða.

Árlega mælum við öll gæðamarkmiðin okkar en þau eru: 

  • Að veita starfsfólki gott vinnuumhverfi
  • Að styðja frumkvæði og efla fagþekkingu starfsfólks
  • Skil á þjónustu á umsömdum tíma
  • Að gæði og þjónusta uppfylli væntingar viðskiptavina
  • Að fyllsta öryggis sé gætt
  • Að stuðla að stöðugum endurbótum

Þó að við tökum öll markmiðin okkar alvarlega þá var starfsánægjan sett á oddinn í ár. Þess vegna var gaman að uppskera mestu starfsánægju hjá okkur frá upphafi mælinga eða 4,6 á fimm punkta Likert kvarða. Það þýðir að 92% af okkar starfsmönnum eru annaðhvort frekar eða mjög ánægðir í vinnunni.

Richard Branson veit nefnilega hvað hann syngur...

richard_branson_take_care_of_your_employees.png

Framkvæmdastjóri GG oftast eina konan við fundarborðið

Félag kvenna í atvinnurekstri gaf nýlega út sérblað í samstarfi við Fréttablaðið en þar má finna viðtal við Brynhildi S. Björnsdóttur, framkvæmda- og fjármálastjóra GG Verk. 

Hér er viðtalið í heild sinni:

Brynhildur S. Björnsdóttir hefur gegnt starfi framkvæmda- og fjármálastjóra GG Verk í á þriðja ár. Hún segir mikla áskorun að vera ein fárra kvenna í stjórnunarstöðu í karllægum byggingariðnaðarheimi en um leið afar þroskandi og valdeflandi. Að hennar mati væri mjög til bóta ef kynjahlutföllin í geiranum væru jafnari.

Byggingafyrirtækið GG Verk fagnaði tíu ára afmæli í fyrra. Að sögn framkvæmda- og fjármálastjórans Brynhildar S. Björnsdóttur er í grunninn um að ræða fjölskyldufyrirtæki sem hefur öðlast traust með góðum vinnubrögðum og persónulegum tengslum. GG Verk byrjaði sem undirverktaki í uppsteypu en sinnir í dag aðalverktöku fyrir stærri verkefni, byggir sjálft og selur.

Þegar Brynhildur tók til starfa á vormánuðum 2014 störfuðu um tuttugu manns hjá GG Verk og var fyrirtækið eingöngu í verktöku. „Nú tveimur árum síðar erum við um sextíu í fyrirtækinu og erum einnig farin að byggja sjálf og selja.“ Brynhildur segist hafa vitað að hún væri að taka við flottu fyrirtæki með óflekkað orðspor en til hennar var leitað með það fyrir augum að innleiða stefnumiðaðri stjórnunar- og rekstrarhætti. „Ég byrjaði á grunninum. Hélt massíva stefnumótun með eigendum og starfsmönnum þar sem við komum okkur saman um gildi og áherslur sem voru í takt við rætur fyrirtækisins og fjölskyldusögu; góð samskipti, ábyrgð, traust og snyrtimennska í allri framleiðslu og frágangi. Þá fékk ég til liðs við okkur frábæra hönnuði hjá Farva til að vinna með ytri ásýnd sem passaði fyrirtækinu.  Þegar ég fór svo að greina samkeppnisumhverfið sá ég að það var aðeins eitt fyrirtæki á markaðnum með ISO9001 gæðavottun. Ég henti mér því í að setja upp slíkt kerfi og innleiða og með samhentu átaki allra tókst okkur að fá gæðavottun á átta mánuðum. Það hefur svo aftur hjálpað gríðarlega í því stækkunarferli sem við höfum verið í. Þannig tekst okkur að samræma vinnubrögð og verklag á öllum vígstöðvum. Eins er það innbyggt í kerfið að við séum alltaf að mæla gæðamarkmið okkar og bera saman. Við fylgjumst því mjög vel með öllum mælanlegum markmiðum á borð við frávik og starfsánægju. Sömuleiðis öllum fjárhagslegum markmiðum. Þannig tekst okkur að átta okkur á öllum mistökum fljótt og gera enn betur,“ lýsir Brynhildur. Hún merkir gríðarleg framför með tilkomu gæðakerfisins. „Við náðum t.a.m. öllum gæðamarkmiðum okkar í fyrra sem var sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að við fögnuðum 10 ára afmæli um leið.“

Brynhildur á fjögur börn á aldrinum átta til tuttugu ára. Hún er með M.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, með áherslu á stjórnun og stefnumótun. Þá er hún með BA próf í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) og með diplóma í frumkvöðlafræði. „Á síðasta ári bætti ég við mig námi í Harvard Business School sem er sérhæft fyrir framkvæmdastjóra og miðar að því að finna samkeppnisforskot hvers fyrirtækis. Þar gafst mér tækifæri til að vinna sérstaklega með GG Verk.“

Brynhildur útskrifaðist úr viðskiptafræðinni á sögulega vondum tíma og sá fram á að þurfa að skapa sín eigin atvinnutækifæri. „Ég stofnaði því fyrirtækið Hagsýn með góðri vinkonu minni en það sérhæfði sig í viðskiptaþróun og fjármálum frumkvöðla. Við vorum með um sjötíu fyrirtæki í handleiðslu og bókhaldsumsjón þegar við seldum fyrirtækið vorið 2014 og ég fór yfir til GG Verk. Á þeim tíma var ég líka varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð og lenti óvænt inni á þingi fram á sumar. Það má því segja að ég taki formlega við stöðu minni hjá GG Verk sumarið 2014.“

En hvernig er að vera kona við stjórnvölinn í byggingarbransanum? „Það hefur verið ótrúlega lærdómsríkt. Ég er fyrst og fremst í öllu sem viðkemur rekstrinum og hef í grunninn lítið vit á  framleiðslunni sjálfri en bý að því að hafa fagmenn í öllum lykilstörfum framleiðslunnar. Án þeirra væri fyrirtækið ekkert. Ég hef hinsvegar fengið að vasast í öllu hinu; mannauðsmálum, markaðsmálum, fjármálunum, innleiðingu gæðakerfisins og svo auðvitað að móta stefnu og framtíðarsýn og fylgja eftir.“

Að sögn Brynhildar hefur það verið talsverð áskorun að vinna í jafn karllægum heimi. „Ég get talið það á fingrum annarrar handar hversu oft kona hefur setið með mér við fundarborðið á þessum rúmu tveimur árum í starfi. Að mínu mati þarf tilfinnanlega að jafna kynjahlutföll í þessum geira. Það er aldrei gott þegar heill bransi stjórnast af öðru hvoru kyninu. Ég hvet því allar konur til að prófa. Það er virkilega lærdómsríkt og ekki síður valdeflandi að takast á við strákaheiminn.“ 

GG Verk fagnar 10 ára afmæli!

Við fögnuðum 10 ára afmæli á dögunum og buðum að því tilefni starfsfólki okkar og helstu samstarfsaðilum til veislu með jólaívafi í Glersalnum í Kópavogi. Þar var glatt á hjalla en myndirnar tala sínu máli!

Veisluþjónustan Kokkarnir sáu um að reiða fram dýrindis jólahlaðborð

Veisluþjónustan Kokkarnir sáu um að reiða fram dýrindis jólahlaðborð

Kalli Jónasar eðalkokkur stóð vaktina og sá til þess að enginn yrði svangur

Kalli Jónasar eðalkokkur stóð vaktina og sá til þess að enginn yrði svangur

Og jólabjórinn var teygaður...

Og jólabjórinn var teygaður...

Helgi eigandi GG og yfirmaður framkvæmda, Gunnar Bergsveinsson verkefnastjóri og Gunnar Gunnarsson eigandi og gæðastjóri GG

Helgi eigandi GG og yfirmaður framkvæmda, Gunnar Bergsveinsson verkefnastjóri og Gunnar Gunnarsson eigandi og gæðastjóri GG

Brynhildur S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri GG og Tobba en hún er grafískur hönnuður hjá Vinnustofunni ehf og sér um allt hannað efni fyrir GG

Brynhildur S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri GG og Tobba en hún er grafískur hönnuður hjá Vinnustofunni ehf og sér um allt hannað efni fyrir GG

Nonni hjá ÞG JG og Gummi vinur og velunnari GG

Nonni hjá ÞG JG og Gummi vinur og velunnari GG

Kristján verkefnastjóri hjá GG og Meizu

Kristján verkefnastjóri hjá GG og Meizu

Dóri "sprettur" og verkstjóri hér með Helga Gunnarssyni, eiganda GG 

Dóri "sprettur" og verkstjóri hér með Helga Gunnarssyni, eiganda GG 

Eigendur GG og smiðurinn Aleksandr

Eigendur GG og smiðurinn Aleksandr

Vinir okkar frá LMB lögmönnum og Mikluborg

Vinir okkar frá LMB lögmönnum og Mikluborg

Sóli Hólm mætti og tryllti alla úr hlátri með uppistandinu sínu

Sóli Hólm mætti og tryllti alla úr hlátri með uppistandinu sínu

Starfsmenn GG nýttu tækifærið og létu bræðurna Helga og Gunna, eigendur GG - keppa sín á milli hvor væri "skárri" smiðurinn. Mikið hlegið og mikið gaman.

Starfsmenn GG nýttu tækifærið og létu bræðurna Helga og Gunna, eigendur GG - keppa sín á milli hvor væri "skárri" smiðurinn. Mikið hlegið og mikið gaman.

Dj-arnir Gullfoss og Geysir skemmtu svo fram gestum fram á nótt....enda mikið dansað!

Dj-arnir Gullfoss og Geysir skemmtu svo fram gestum fram á nótt....enda mikið dansað!

Hér má svo sjá myndband sem segir allt sem segja þarf. Aldrei leiðinlegt í vinnunni!

Fyrsta eigið verk GG komið í sölu!

Nú þegar 10 ár eru liðin frá stofnun GG Verk og félagið búið að byggja um 100.000 fm fyrir aðra verkkaupa í gegnum árin er nú komið að því að GG nýti alla þá þekkingu sem hefur safnast saman á þeim tíma til að byggja eigin íbúðir til sölu. Þar sem allt framleiðsluferlið er undir virku innra og ytra gæðaeftirliti ISO 9001 vottunar sem félagið hefur starfað samkvæmt síðan 2015.

GG Verk kynnir því með stolti stórglæsilegt 25 íbúða fjölbýlishús á 5 hæðum í hjarta Lindarhverfisins til sölu í dag sem verða tilbúnar til afhendingar í lok næsta árs.

Hér má sjá nánari skilalýsingu á því og hér má skoða innra skipulag allra íbúðanna. Íbúðirnar fara á almenna sölu í dag 10.nóvember 2016 en þó hafa 4 íbúðir nú þegar selst vegna afspurnar. 

Álalind 2

Álalind 2

Íbúðirnar eru frá 3ja til 5 herbergja ásamt þakíbúðum á bilinu 82-193 fm. Á efstu hæð eru þrjár lúxus íbúðir með stórum þaksvölum og stórbrotnu útsýni. Vandaðar innréttingar frá Ormsson fylgja öllum íbúðum. Ísskápur, uppþvottavél, þvottavél og þurrkari. Bílastæði í bílgeymslu fylgir flestum íbúðum. Arkitektar hússins eru KRADS arkitektar og LUMEX sá um hönnun lýsingar.

Við hönnun hússins var góð nýting á rými íbúða höfð að leiðarljósi ásamt því að allar íbúðir fengju birtu frá tveimur eða fleiri höfuðáttum. Þá var mikill metnaður lagður í frágang byggingarinnar en útlit bygginganna er stílhreint, einfalt og tímalaust. 

Frábær staðsetning og stutt í stofnæðar höfuðborgarsvæðisins og Smáralind steinsnar!

Söluaðilar: Ólafur Finnbogason hjá Miklaborg og Jóhannes E. Levy/Monika Hjálmtýsdóttir hjá Kaupsýslan

 

GG Verk  ·  Turnahvarf 4  · 203 Kópavogi  ·  5171660 ·  ggverk@ggverk.is