GG VERK

Reynsla, fagmennska, góð samskipti og áreiðanleiki

GG Verk er framsækið byggingafyrirtæki sem byggir á sterkum grunni. Verðmætasköpun okkar felst í byggingu vandaðra mannvirkja sem byggð eu innan tilskilins tímaramma - af framúrskarandi fagmennsku. Einkunnarorð okkar eru góð samskipti, snyrtimennska, gæði og öryggi.

GG Verk öðlast ISO 9001 vottun!

Á einungis níu mánuðum hefur draumur okkar orðið að veruleika. GG Verk er nú annar byggingaverktakinn á landinu til að öðlast ISO 9001 gæðavottun en Íslenskir aðalverktakar öðluðust slíka vottun árið 2009. Hér má sjá skírteinið okkar og vottun.

Þessi vegferð hefur verið lærdómsrík og gefandi fyrir okkur öll. Á bak við vottunina liggja ótal námskeið og þrotlaus vinna fyrir alla í GG teyminu en jákvæðnin, vinnugleðin og metnaðurinn hefur verið drifkraftur okkar allra. Enda gerast framleiðsluteymin ekki betri.

Eðlilega ber að fagna slíkum áfanga en í dag bjóðum við öllu starfsfólki okkar, viðskiptavinum, undirverktökum, birgjum og fleiri hagsmunaaðilum í geiranum til veislu í Glersalnum í Kópavogi. Boðskortin voru vegleg í takt við tilefnið - unnin af Tobbu hjá Vinnustofunni ehf., úr krossvið. 

Hér má sjá nokkrar myndir úr síðustu úttekt BSI á Íslandi sem eru vottunaraðilar fyrir ISO og fleiri gæðavottanír á Íslandi. Mannskapurinn stóð sig auðvitað með einstaktri prýði og útskrifuðust með glans úr ISO innleiðingarferlinu - sem endaði með þessu fallega skírteini og vottun. 

Kristján verkefnastjóri, Brynhildur framkvæmdastjóri og Guðmundur birgða- og lagerstjóri hress í lokaúttekt

Kristján verkefnastjóri, Brynhildur framkvæmdastjóri og Guðmundur birgða- og lagerstjóri hress í lokaúttekt

Örn úttektaraðili hjá BSI á Íslandi er hér að skoða ýmsar skráningar hjá Kristjáni verkefnastjóra 

Örn úttektaraðili hjá BSI á Íslandi er hér að skoða ýmsar skráningar hjá Kristjáni verkefnastjóra 

Eins þurfti auðvitað að skoða teikningar og allt utanumhald hönnunargagna

Eins þurfti auðvitað að skoða teikningar og allt utanumhald hönnunargagna

Næstu menn í hakkavélina voru Kristinn og Halldór, verkstjórar í Smiðjuholtinu. Hér útlista þeir fyrir Erni allar dagskýrslur og daglegar steypuúttektir. Allt orðið rafrænt sem tryggir allan rekjanleika og miðlægt aðgengi.

Næstu menn í hakkavélina voru Kristinn og Halldór, verkstjórar í Smiðjuholtinu. Hér útlista þeir fyrir Erni allar dagskýrslur og daglegar steypuúttektir. Allt orðið rafrænt sem tryggir allan rekjanleika og miðlægt aðgengi.

Og ekki slapp Kristinn við að sýna Erni hvern einasta afhendingarseðil...og var auðvitað með allt á kristaltæru.

Og ekki slapp Kristinn við að sýna Erni hvern einasta afhendingarseðil...og var auðvitað með allt á kristaltæru.

Að loknum úttektum var svo kominn tími til að fagna... WE DID IT!!!!!!!!!!

Að loknum úttektum var svo kominn tími til að fagna...WE DID IT!!!!!!!!!!

Þegar við ákváðum að fara í þetta innleiðingarferli og stefna að vottun innan árs þá skoðuðum við þessa mynd mjög oft. Hún var framtíðarsýnin. GG Verk er kassinn sem sker sig úr. Það kom auðvitað oft fyrir að maður efaðist um að þetta myndi takast - og þá var gott að loka augunum og sjá þessa mynd fyrir sér. Sannfæra sig um að við værum á réttri leið að því að verða glóandi kassinn. Kassinn sem miðar að því að skera sig frá hinum kössunum með því að gera hlutina öðruvísi. Jafnvel betur.

Og gleymum því aldrei að...

wisdom-from-henry-ford-15-inspiring-quotes-simple-life-strategies.jpg

ÁFRAM GÆÐAVEGINN!

GG Verk  ·  Turnahvarf 4  · 203 Kópavogi  ·  5171660 ·  ggverk@ggverk.is