Lesið meira um GG í stafrænum bækling hér/ Read more about GG in an interactive brochure here.

Rætur & menning


GG verk var stofnað árið 2006 af bræðrunum Gunnari og Helga Gunnarssyni en þeir eru þriðja kynslóð smiða í fjölskyldu sinni og búa því yfir áratuga reynslu í faginu. Fyrirtækjamenningin ber þess enn einkenni að vera byggt á fjölskyldugrunni en hugmyndafræði og gildi fyrirtækisins taka fyrst og fremst mið af góðum ytri og innri samskiptum þar sem samvinna, þátttaka og teymisvinna gegna veigamiklu hlutverki.

image-asset 1.jpg
image-asset 2.jpg

Ættliðirnir þrír - Gunnar Gunnarsson (afi), Gunnar Gunnarsson (pabbi) og synirnir Helgi og Gunnar Gunnarssynir stofnendur GG Verk.

 

Stjórn og eignarhald


Núverandi eigendur félagsins eru hjónin Helgi Gunnarsson og Brynhildur S. Björnsdóttir ásamt Brynju Blöndu Brynleifsdóttir, fjármála- og aðstoðarframkvæmdastjóra félagsins.

gg2.jpg
gg3.jpg
gg4.jpg

Brynhildur S. Björnsdóttir, stjórnarformaður (t.v.), Helgi Gunnarsson, framkvæmdastjóri og meðstjórnandi í stjórn & Brynja Blanda Brynleifsdóttir (t.h.), fjármála- og aðstoðarframkvæmdastjóri og meðstjórnandi í stjórn

GG Módelið


Hlutverk GG Verk er að byggja vönduð mannvirki sem byggð eru innan tilskilins tímaramma - af framúrskarandi fagmennsku og umhyggju fyrir fólki. Til þess að sinna hlutverki okkar sem best vinnum við mjög markvisst eftir eftirfarandi stjórnkerfi sem við köllum GG Módelið.

GGM.JPG

Gildi okkar og leiðarljós

Gildi okkar og leiðarljós eru hjartað í því hvernig við gerum hlutina. Þau endurspegla ástríðu okkar og hvernig við viljum koma fram við fólk og umhverfi. Ná árangri og láta drauma rætast.

Fólk í fyrsta sæti

Mannvirki eru fyrir fólk og eru byggð af fólki. Og við elskum fólk. Þess vegna setjum við fólk alltaf í fyrsta sæti. Viðskiptavini, starfsfólk og annað samstarfsfólk.

Við hjálpum fólki að láta drauma sína rætast og tryggjum ávallt öryggi þeirra.

Við vöndum vel til verka og leggjum ríka áherslu á góð ytri og innri samskipti.

Við göngum glöð og jákvæð til verka og áttum okkur á því að virk upplýsingagjöf til viðskiptavina, starfsfólks og annarra samstarfsaðila er forsenda árangurs.

Fyrirhyggja2.png

Fyrirhyggja

Við vöndum allan undirbúning og áhættumetum hvern verkþátt í upphafi, til að lágmarka líkur á kostnaðarsömum og hættulegum frávikum.

Við vinnum eftir áætlunum og mælum árangur okkar út frá þeim reglulega. Allir hafa mælanlegt skor í skorkorti félagsins.

Vikulega skorkortið segir okkur hvort við séum að standa okkur vel. Ef við erum á eftir áætlun förum við strax í að rótargreina vandann, skilgreina hvernig við getum gert betur og ráðast í aðgerðir.

Við flöggum því strax við verkkaupa og aðra samstarfsaðila ef við sjáum fyrir hindranir og leitum leiða saman til að leysa vandann áður en til tafa eða kostnaðaraukningar kemur.

Áreiðanleiki2.png

Áreiðanleiki

Við tryggjum áreiðanleika með samkvæmni og samþættingu allra sem starfa saman að framkvæmdunum.

Við tryggjum áreiðanleika með virku innra og ytra eftirliti með alþjóðlegri gæðavottun: ISO9001:2015.

Við sýnum áreiðanleika í verki með því að meina það sem við segjum og segja það sem við meinum.

Við tryggjum áreiðanleika með virkri áætlanagerð, skýrum og mælanlegum og eftirfylgni.

Ábyrgð

Við sýnum ábyrgð í verki gagnvart fólki, framkvæmdum og umhverfinu.

Við tökum ábyrgð á mistökum og lærum af þeim.

Ekkert er dýrmætara en fólk. Þess vegna gefum við engan afslátt af öryggismálum.

Byggingaiðnaðurinn losar einna mest af gróðurhúsalofttegundum af öllum iðnaði. Við tökum ábyrgð á því með því að vinna markvisst að því að draga úr sóun til verndar umhverfisins.

Gæðavottun


GG Verk var annar byggingaverktaki á landinu til að hljóta ISO:9001 gæðavottun árið 2015. BSI á Íslandi hafa tekið út gæðakerfið árlega síðan og staðfest vottunina ár hvert. 

ISO gæðakerfið

· Tryggir virkt innra og ytra eftirlit

· Tryggir skilvirkni

· Tryggir tímastjórnun

· Tryggir gæði

· Tryggir samkvæmni

Mannauður


Hire character, train skill.
— Peter Schutz

Við setjum fólk í fyrsta sæti. Ekki síst starfsfólkið okkar. Enda sýna starfsánægjumælingar ár hvert að okkur líður vel saman í vinnunni. Hjá félaginu starfa um 120 manns. Mannauðsstefna okkar byggir á samræmi, þátttöku, aðild, starfsgleði og starfsþróun. Flest okkar erum í starfsfélagi GG, sem gerir sér oft glaðan dag saman. Þá leggjum við mikið upp úr þjálfun og árangursdrifnum mælingum.

Starfsfólk á skrifstofu og aðrir lykilstjórnendur

Andri Valsson, verkfræðingur og verkefnastjóri

Andri Þorláksson, verkfræðingur, verkefna- og byggingastjóri

Brynhildur S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og samskipta, stjórnarformaður & meðeigandi

Brynja Blanda Brynleifsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs & meðeigandi

Ferdinand Hansen, sérfræðingur í gæða- og öryggismálum

Gunnar Bergsveinsson, húsasmíðameistari, verkefna- og byggingarstjóri


Við mælum árangur okkar í mannauðsmálum m.a. með árlegum starfsánægjumælingum. Við erum ákaflega stolt af því hversu há ánægjan mælist ár hvert.

Fyrir utan að setja öryggi starfsfólks í fyrsta sæti, þá beitum við heildrænni nálgun sem hefur það að markmiði að stuðla að betri heilsu og vellíðan fólks á okkar vinnustöðum.

Gunnhildur Kjartansdóttir, mannauðs-, launafulltrúi og gjaldkeri

Helgi Gunnarsson, forstjóri & meðeigandi

Hreinn Sigurðsson, verkefna- og byggingastjóri

Hringur Pálsson, verkefnastjóri innkaupa og eignaumsjónar

Sveinn J. Björnsson, tækni- og hönnunarstjóri

Valdimar Ármann,  verkefnastjóri fjármála

Jafnlaunastefna

Tilgangur og markmið

GG verk hefur það að markmiði að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði er virt í hvívetna og allt starfsfólk hefur jöfn tækifæri til að nýta eigin atorku og þróa hæfileika sína. Jafnlaunastefna GG Verk ehf byggir á jafnlaunastaðli ÍST 85:2012 og á grundvelli 7. gr. laga nr. 150/2020 jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. 

Tilgangur og markmið jafnlaunastefnu GG Verk ehf er að stuðla að jafnrétti alls starfsfólks og að fylgja þeirri meginreglu að starfsfólki af öllum kynjum sé greitt jöfn laun og að það njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.

Fjármálastjóri er ábyrgur fyrir stöðugum umbótum á jafnlaunakerfi fyrirtækisins ásamt eftirliti með jafnlaunastefnunni. Það er svo á ábyrgð stjórnenda að framfylgja stefnunni og tryggja að fyllsta jafnréttis sé gætt við launaákvarðanir.

Umfang

Stefnan og jafnlaunakerfið nær til alls starfsfólks GG Verks ehf.

 Starfræksla

Til að framfylgja stefnunni skuldbindur GG verk sig til að:

-          Starfrækja og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðals

-          Framkvæma reglubundnar innri úttektir og launagreiningar

-          Framkvæma rýni stjórnenda að lágmarki árlega þar sem m.a. eru tekin fyrir markmið og áætlanir varðandi jafnlaunakerfið

-          Fylgja viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum er við koma jafnlaunakerfinu

-          Bregðast við athugasemdum og stuðla að stöðugum umbótum á jafnlaunakerfinu

-          Gera jafnlaunastefnu þessa aðgengilega almenningi og kynna öllu starfsfólki

Umhverfis- og öryggisstefna


Við stefnumótun, hönnun, byggingu og rekstur mannvirkja leitast GG verk við að lágmarka alla hættu fyrir umhverfi, starfsfólk og væntanlega notendur mannvirkisins.

Með áhættumati og greiningu er tryggð sem minnst umhverfis- og heilsusamleg áhrif, hvort heldur er við undirbúning, á meðan byggingarframkvæmdum stendur sem og framtíðaleg áform um nýtingu mannvirkisins.

GG verk leggur áherslu á góða nýtingu hráefnis, orku og annarra auðlinda og að lágmarka úrgang.

Við hönnun eigin verka leggur GG verk áherslu  á aðlögun að næsta umhverfi hvort heldur er gagnvart náttúru, nálægum umferðamannvirkjum eða öðrum mannvirkjum.

GG verk gerir mælingar, heldur skrá og leitast við að draga sem mest úr úrgangi, mengun og losun gróðurhúsalofttegunda.

Til að framfylgja umhverfis- og öryggisstefnu sinni gerir GG verk öryggis- og heilbrigðisáætlun ásamt umhverfisáætlun og viðeigandi hættu- og áhættugreiningu fyrir sérhver verkefni.

GG verk er vottað samkvæmt staðlinum ISO 9001:2015 þar sem umhverfis- og öryggismál eru hluti af gæðakerfinu.

 

Gæðamarkmið og stefna

Umfang gæðakerfis GG Verk er verkefnastjórnun og mannvirkjagerð og tekur gæðastefna okkar til allrar starfseminnar er lýtur að þeim þáttum. Þá nær hún einnig til samstarfsaðila og undirverktaka í einhverjum tilfellum. Lykilferlin eru innkaup, verkefnastjórnun og smíði mannvirkja.

Til að framfylgja gæðastefnu fyrirtækisins fylgir GG Verk gæðakerfi sem byggir á staðlinum ISO:9001. Til að tryggja það leggjum við áherslu á að allir þeir sem starfa fyrir GG Verk þekki og tileinki sér gæðastefnu og gildi félagsins.

GG Verk leggur metnað sinn í að veitt þjónusta sé ávallt í samræmi við hlutverk sitt, gildi og þær laga- og reglugerðir sem starfsemin lýtur.

GG Verk kappkostar við að mæta kröfum og væntingum viðskiptavina sinna og ánægju starfsmanna sinna við að byggja mannvirki.

 GG Verk byggir starfsemi sína á fagþekkingu, færni og ánægju starfsfmanna sinna til að leysa verkefnin af hendi af mikilli fagmennsku og gæðum.

Gæðastefna GG er til endurskoðunar árlega af stjórn og oftar ef þörf krefur - til þess að tryggja að hún samrýmist markmiðum GG og standist reglur og lög er lúta að mannvirkjagerð. Þá felur hún í sér stöðugar umbætur og endurútgáfur. 

 

Gæðamarkmið.png