GG VERK

Reynsla, fagmennska, góð samskipti og áreiðanleiki

GG Verk er framsækið byggingafyrirtæki sem byggir á sterkum grunni. Verðmætasköpun okkar felst í byggingu vandaðra mannvirkja sem byggð eu innan tilskilins tímaramma - af framúrskarandi fagmennsku. Einkunnarorð okkar eru góð samskipti, snyrtimennska, gæði og öryggi.


Ferdinand Hansen

Gæða- og öryggisstjóri 

ferdinand@ggverk.is

Ferdinand Hansen er gæða- og öryggisstjóri GG en áður var hann gæða-og verkefnastjóri hjá Samtökum iðnaðarins frá árinu 1999.

Við viljum meina að hann sé "The Godfather" gæðakerfa í mannvirkjagerð en hann hefur sett upp, kennt og aðstoðað við viðhald og sérlausnir á hundruðum gæðakerfa verktaka, framleiðanda og þjónustuaðila. Alger reynslubolti hér á ferð!

Ferdinand lauk gráðu í framleiðslufræði frá Skive Tekniske Skole og hefur réttindi sem húsasmíðameistari og byggingastjóri. Áður en hann hóf störf hjá SI starfaði Ferdinand m.a. sem framkvæmdastjóri Trésmiðju Björns Ólafssonar og verksmiðju- og framleiðslustjóri BÓ-Ramma (síðar BYKO).

Þá ættu nemendur í HR, Tækniskólanum og IÐUNNNI fræðsluseturs að þekkja vel til Ferdinands en hann hefur verið leiðbeinandi þar um áraskeið, m.a. í gæða-stjórnun iðnmeistara og byggingastjóra.

Orðið á götunni er að áhugamál hans teygi anga sína víða. Allt frá hundarækt yfir í skotrækt. Þó ekki endilega saman!

Ferdinand 04.jpg

Ferdinand Hansen

GG Verk  ·  Turnahvarf 4  · 203 Kópavogi  ·  5171660 ·  ggverk@ggverk.is