Samningur undirritaður við Búseta um byggingar við Einholt-Þverholt

12. apríl 2014

Helgi og Gunnar Gunnarssynir, eigendur GG Verk ehf og Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta við undirritun samnings

Helgi og Gunnar Gunnarssynir, eigendur GG Verk ehf og Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta við undirritun samnings

Nú hefur samningur við Búseta um 1. áfanga í byggingu íbúða á byggingarreit sem afmarkast við Einholt, Háteigsveg og Þverholt, verið undirritaður. Heildarumfang framkvæmdar er u.þ.b. 21.000 birtir fm í 203-205 íbúðum og ríflega 200 stæði í bílageymslu.

Þetta er í annað skiptið sem GG Verk byggir fyrir Búseta en verið er að ljúka við framkvæmdir á íbúðum við Austurkór 88-92. Samstarfið hefur gengið með afburðum vel og GG Verk hlakkar til áframhaldandi samstarfs.