Átján nýjar íbúðir í Kópavogi

Frá skóflustungunni

Frá skóflustungunni

19. október 2012

Búseti undirritaði í dag samning við verktakafyrirtækið GG-Verk um byggingu 18 íbúða í Austurkór í Kópavogi. Íbúðirnar verða í þremur litlum fjölbýlishúsum. Jafnframt var fyrsta skóflustungan tekin að húsunum en stefnt er að afhendingu fyrstu íbúðanna næsta haust samkvæmt tilkynningu frá Búseti.

Um er að ræða 3ja til 5 herbergja íbúðir á frábærum útsýnisstað. Sem fyrr segir þá er stefnt að afhendingu fyrstu íbúðanna haustið 2013 en sala búseturétta hefst í ársbyrjun 2013. 

Búseti er með áætlanir um byggingu á þriðja hundrað íbúða á næstu árum. Mikill áhugi og eftirspurn eftir íbúðum hjá félaginu sem býður bæði uppá búseturéttaríbúðir og leiguíbúðir. Meðal verkefna sem eru á teikniborðinu eru bygging um 230 íbúða við Þverholt/Einholt í Reykjavík og raðhúsaíbúðir við Reynisvatnsás í Reykjavík.