Jafnrétti er ákvörðun!

Við tókum stolt á móti viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í dag, fyrir að hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar félagsins. Enda eru 2/3 stjórnarmeðlima GG konur, félagið í 50/50% eigu karla og kvenna og um 43% meðlima í framkvæmdastjórn konur (3/7).

Eliza Reid veitir Brynju Blöndu Brynleifsdóttir, aðstoðarframkvæmda- og fjármálastjóra GG viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar.

Saman erum við best!

Við erum hjartanlega sammála yfirskrift ráðstefnunnar um að “Jafnrétti sé ákvörðun”. Enda er jafnrétti ekki bara réttlætismál - heldur árangursmál. Enda sýna rannsóknir að jafnrétti eykur velferð, bætir rekstur og starfsanda fyrirtækja.