Höfnum reddingarstjórnun!

a-collection-of-quotes-in-business-excellence-quality-and-change-30-638.jpg

Hugtökin "gæði" og "gæðastjórnun" eru ekki hugtök sem við notum upp á punt eða til að slá um okkur hér í GG. Við fjárfestum í gæðum og stjórnun. Upphaf og endir hvers dags snýr að því að gera betur í dag en í gær. Að vara okkar og þjónusta uppfylli yfirlýstar væntingar. Gæðin snúa að öllu. Stjórnkerfinu, aðbúnaði og öryggi starfsmanna, starfsandanum, þjónustunni og síðast en ekki síst mannvirkinu sem við erum að framleiða hverju sinni. Öll atriði sem viðskiptavinir okkar telja mikilvæg við framleiðsluna og þjónustuna - eiga að vera framúrskarandi. Alltaf. 

Vikulegur fundur sem við köllum "rýni stjórnenda" - þar sem gæðastjórinn fer yfir gæða og framgang allra verka með stjórnendateymi GG

Vikulegur fundur sem við köllum "rýni stjórnenda" - þar sem gæðastjórinn fer yfir gæða og framgang allra verka með stjórnendateymi GG

Eitt mikilvægasta verkfærið í gæðastjórnun er regluleg rýni stjórnenda. Þar eru verkin rýnd fram og til baka. Mistök greind til að læra af þeim og eins rýnum við til að sjá mistökin fyrir - áður en þau gerast. Þannig höfnum við reddingarstjórnun og öllum þeim frávikum sem hún leiðir af sér.

Gæðastjórnun er eina vitið.