Fyrsta eigið verk GG komið í sölu!

Nú þegar 10 ár eru liðin frá stofnun GG Verk og félagið búið að byggja um 100.000 fm fyrir aðra verkkaupa í gegnum árin er nú komið að því að GG nýti alla þá þekkingu sem hefur safnast saman á þeim tíma til að byggja eigin íbúðir til sölu. Þar sem allt framleiðsluferlið er undir virku innra og ytra gæðaeftirliti ISO 9001 vottunar sem félagið hefur starfað samkvæmt síðan 2015.

GG Verk kynnir því með stolti stórglæsilegt 25 íbúða fjölbýlishús á 5 hæðum í hjarta Lindarhverfisins til sölu í dag sem verða tilbúnar til afhendingar í lok næsta árs.

Hér má sjá nánari skilalýsingu á því og hér má skoða innra skipulag allra íbúðanna. Íbúðirnar fara á almenna sölu í dag 10.nóvember 2016 en þó hafa 4 íbúðir nú þegar selst vegna afspurnar. 

Álalind 2

Álalind 2

Íbúðirnar eru frá 3ja til 5 herbergja ásamt þakíbúðum á bilinu 82-193 fm. Á efstu hæð eru þrjár lúxus íbúðir með stórum þaksvölum og stórbrotnu útsýni. Vandaðar innréttingar frá Ormsson fylgja öllum íbúðum. Ísskápur, uppþvottavél, þvottavél og þurrkari. Bílastæði í bílgeymslu fylgir flestum íbúðum. Arkitektar hússins eru KRADS arkitektar og LUMEX sá um hönnun lýsingar.

Við hönnun hússins var góð nýting á rými íbúða höfð að leiðarljósi ásamt því að allar íbúðir fengju birtu frá tveimur eða fleiri höfuðáttum. Þá var mikill metnaður lagður í frágang byggingarinnar en útlit bygginganna er stílhreint, einfalt og tímalaust. 

Frábær staðsetning og stutt í stofnæðar höfuðborgarsvæðisins og Smáralind steinsnar!

Söluaðilar: Ólafur Finnbogason hjá Miklaborg og Jóhannes E. Levy/Monika Hjálmtýsdóttir hjá Kaupsýslan