Ruta Vitaite
Verkefnastjóri
- Viðskiptavinaánægja 
- Skil á tíma og innan kostnaðaráætlunar 
- Mannauður 
- Gæði & öryggi 
Ruta er með mikla reynslu af verkefnastýringu frá Norðurlöndunum og hefur starfað hjá HENT í Noregi, Danmörku og Finnlandi undanfarin ár við ýmis stærri verkefni. Þar áður starfaði hún hjá KG Construction Group í Vilnius sem verkefnastjóri frá því að hún útskrifaðist sem verkfræðingur árið 2015.
Ruta hefur einnig verið virk í ýmiskonar sjálfboðastarfi sem mentor fyrir konur í byggingageiranum. Þá er orðið á götunni að hún sé með hljómþýða rödd, enda söng hún í skólakór í 12 ár. Henni finnst heldur ekki leiðinlegt að hreyfa sig, enda 4 sinnum gengið 350 km pílagrímsgöngu!
 
          
        
      