Hákon Atli Vilhjálmsson
Staðarstjóri
Framleiðsla
Skil á tíma og innan kostnaðaráætlunar
Mannauður
Gæði & öryggi
Hákon hóf störf hjá GG Verk sumarið 2024 og gegnir nú stöðu staðarstjóra. Hann er húsasmíðameistari að mennt með yfir fimmtán ára reynslu úr byggingariðnaði, bæði í framkvæmdum og verkstjórn.
Áður starfaði hann sem smiður hjá Kappar ehf. og Viðhald og nýsmíði ehf., þar sem hann kom að fjölbreyttum verkefnum – allt frá þróun og smíði lúxusíbúða til verkstýringar í nýbyggingum og endurbótum.
Sem staðarstjóri hjá GG Verk ber Hákon ábyrgð á daglegri samhæfingu, framleiðni og öryggi á verkstöðum félagsins. Hann leiðir teymi starfsmanna og undirverktaka, tryggir að verklag og gæðastaðlar séu uppfylltir og að framleiðni, gæði og öryggi haldist í hæsta gildi í samræmi við stefnu GG Verks.
Hákon er með diplóma í rekstrarfræði úr Háskólanum í Reykjavík en er jafnframt byggingaiðnfræðingur með meistarapróf í húsasmíði. Utan vinnu er Hákon mikill pabbi og fjölskyldumaður. Hann er að Vestan og þess vegna algjör snillingur.