Eyjólfur Gunnarsson
Framkvæmdastjóri fjármála- og reksturs
Fjármála- og rekstrarstjórnun
Fjárfestingar, tekjuöflun og samningagerð
Áætlanagerð, greiningar og árangursmælingar
Stefnumörkun
Eyjólfur hefur yfir 20 ára reynslu úr fjármála-, fasteigna- og byggingageiranum og hefur gegnt lykilstöðum hjá öflugum fyrirtækjum. Áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri útleigusviðs hjá Eik fasteignafélagi hf. (2014–2025), þar sem hann bar ábyrgð á tekjustreymi félagsins, samningum við viðskiptavini og rekstri stærsta fasteignasafns landsins. Eyjólfur starfaði einnig sem deildarstjóri fullnustueigna hjá Slitastjórn Landsbanka Íslands (2009–2014) og framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá ÍAV hf. (2001–2009), þar sem hann tók þátt í þróun fjölmargra íbúðar- og atvinnuverkefna.
Eyjólfur er viðskiptafræðingur að mennt og hefur löggildingu í verðbréfaviðskiptum. Hann hefur jafnframt starfað sem mentor hjá KLAK – Icelandic Startups og nýtur þess að miðla af reynslu sinni til frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja.
Eyjólfur er þekktur fyrir skipulögð og öguð vinnubrögð, sterka greiningarhæfni og lausnamiðaða nálgun. Hann hefur mikla reynslu af því að stýra fjölbreyttum teymum, hámarka virði verkefna og finna virðisaukandi tækifæri í rekstri og þróun eigna.
Utan vinnu er Eyjólfur mikill fjölskyldumaður og hundapabbi, fjögurra barna faðir sem nýtur þess að eyða frítímanum úti í náttúrunni með fjölskyldu sinni — hvort sem er í fjallgöngum, á skíðum eða við sjóinn.