GG VERK

Reynsla, fagmennska, góð samskipti og áreiðanleiki

GG Verk er framsækið byggingafyrirtæki sem byggir á sterkum grunni. Verðmætasköpun okkar felst í byggingu vandaðra mannvirkja sem byggð eu innan tilskilins tímaramma - af framúrskarandi fagmennsku. Einkunnarorð okkar eru góð samskipti, snyrtimennska, gæði og öryggi.


Valdimar Ármann

Bókari

bokhald@ggverk.is

Við köllum Valdimar aldrei annað en Valla. Hann er hokinn af reynslu í bókhaldi og kallar ekki allt ömmu sína í þeim efnum!

Valli er líka mikill hestamaður. Hann á þau ófá hrossin og orðið á götunni er að hann sé einstaklega hross-glöggur. Í margra hestastóði þekkir hann sína gripi þó allir séu brúnir og eins frá sjónarhorni leikmanns. Hann er sveitamaður í húð og hár þrátt fyrir að búa á mölinni. Valli er mikill húmoristi, hvatvís og nett ofvirkur. Enda annálaður fyrir að hafa snarar hendur í vinnunni. 

Það ættu allir vinnustaðir að eiga eitt stykki Valla í sínu teymi!

Valdimar Ármann.jpg

Valdimar Ármann

GG Verk  ·  Turnahvarf 4  · 203 Kópavogi  ·  5171660 ·  ggverk@ggverk.is