GG VERK

Reynsla, fagmennska, góð samskipti og áreiðanleiki

GG Verk er framsækið byggingafyrirtæki sem byggir á sterkum grunni. Verðmætasköpun okkar felst í byggingu vandaðra mannvirkja sem byggð eu innan tilskilins tímaramma - af framúrskarandi fagmennsku. Einkunnarorð okkar eru góð samskipti, snyrtimennska, gæði og öryggi.


Halldór Hjartarson

Verkefnastjóri og tæknimaður

halldor@ggverk.is

Halldór Hjartarson

Halldór hefur starfað í byggingageiranum í tuttugu ár, bæði hérlendis og í Danmörku. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði árið 2012 og starfar nú sem verkefnastjóri og tæknimaður.

Í frítíma sínum þykist Halldór vera bóndi og gefur Sigga Sigurjóns í Dalalífi ekkert eftir. Ekki láta ykkur því bregða þó hann angi stundum af hrossataði. Enda einn sá alharðasti í bransanum. Halldór tæklar öll verk eins og harðasti sveitadurgur. Enda algjör jaskur og fáránlega fær á sínu sviði. Það ættu öll fyrirtæki að hafa eitt stk. Halldór í sínum röðum.

GG Verk  ·  Turnahvarf 4  · 203 Kópavogi  ·  5171660 ·  ggverk@ggverk.is