GG VERK

Reynsla, fagmennska, góð samskipti og áreiðanleiki

GG Verk er framsækið byggingafyrirtæki sem byggir á sterkum grunni. Verðmætasköpun okkar felst í byggingu vandaðra mannvirkja sem byggð eu innan tilskilins tímaramma - af framúrskarandi fagmennsku. Einkunnarorð okkar eru góð samskipti, snyrtimennska, gæði og öryggi.


Unnar Óli Þórsson, húsasmíðameistari

Verkefnastjóri

unnar@ggverk.is

 

Unnar Óli Þórsson hefur starfað hjá GG Verk í nokkur ár. Hann er menntaður í byggingaiðnfræði og smíði. Unnar hóf störf hjá okkur sem smiður en vann sig fljótt upp í verkstjórastöðu - enda duglegur og útsjónarsamur með eindæmum.

Psst. Unnar er annálaður fyrir að tala mikið um konuna sína en okkur skilst að hún sé langt yfir meðallagi í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Þó Unnar sé algjör nagli - er ekki hægt að segja annað en að hann sé mjúkur og góður maður sem er fullkomlega meðvitaður um að hann hafi dottið í lukkupottinn þegar hann fann konuefni sitt.

GG Verk  ·  Turnahvarf 4  · 203 Kópavogi  ·  5171660 ·  ggverk@ggverk.is