GG VERK

Reynsla, fagmennska, góð samskipti og áreiðanleiki

GG Verk er framsækið byggingafyrirtæki sem byggir á sterkum grunni. Verðmætasköpun okkar felst í byggingu vandaðra mannvirkja sem byggð eu innan tilskilins tímaramma - af framúrskarandi fagmennsku. Einkunnarorð okkar eru góð samskipti, snyrtimennska, gæði og öryggi.


Gunnar Bergsveinsson, húsasmíðameistari

Verkefnastjóri

gunnarb@ggverk.is

Gunnar Bergsveinsson

Gunnar starfar sem verkefnastjóri hjá GG verk en hann er löggildur húsasmíðameistari með byggingastjóraréttindi og hefur starfað sem slíkur síðan 1980. Hann er hokinn af reynslu og fáir sem slá honum við!

Orðið á götunni er að hann eigi fallegan chihuahua hund og sé afspyrnu góður golfari. Fylgir þó ekki sögunni hvort hundurinn fylgi með á völlinn. 

GG Verk  ·  Turnahvarf 4  · 203 Kópavogi  ·  5171660 ·  ggverk@ggverk.is