GG VERK

Reynsla, fagmennska, góð samskipti og áreiðanleiki

GG Verk er framsækið byggingafyrirtæki sem byggir á sterkum grunni. Verðmætasköpun okkar felst í byggingu vandaðra mannvirkja sem byggð eu innan tilskilins tímaramma - af framúrskarandi fagmennsku. Einkunnarorð okkar eru góð samskipti, snyrtimennska, gæði og öryggi.


Brynhildur S. Björnsdóttir, M.Sc.

Framkvæmda- og fjármálastjóri

brynhildur@ggverk.is

Brynhildur hefur starfað sem framkvæmda- og fjármálastjóri GG á vormánuðum árið 2014 en hún er M.Sc. í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og stefnumótun úr HÍ. Þá er hún með BA próf í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) úr Háskólanum á Bifröst og með diplóma í frumkvöðlafræði úr Viðskiptasmiðju KLAKS í HR.

Þá stundaði hún endurmenntunarnám fyrir framkvæmdastjóra árið 2016 í Harvard Business School í stefnumótunarfræðum eða Strategy: Building and Sustaining Competitive Advantages. Hún var nýverið tekin inn í lengra nám (með vinnu) í sama skóla og ef allt gengur eftir mun hún útskrifast sem Harvard Alumni úr OPM náminu (owner/president management) árið 2020. 

Brynhildur stofnaði og starfaði jafnframt sem framkvæmdastjóri Hagsýn bókhalds- og rekstrarþjónustu á árunum 2010-2014 en hefur einnig mikla reynslu af rekstrarráðgjöf og rannsóknum á sviði viðskiptafræði. Þar á meðal úrvinnslu á Cranet mannauðsstjórnunarrannsókninni árið 2009 í Viðskiptafræðideild HR. Þá hefur hún starfað sem gjaldkeri stjórnmálaflokksins Bjartrar framtíðar (2012-2015) og stjórnarformaður (2015-2016). Þá tók hún nokkrum sinnum sæti á Alþingi 2014-2016 sem 1. varaþingmaður í R-Suður. 

Brynhildur hefur jafnframt verið stjórnarformaður Sjúkratrygginga Íslands síðan í apríl 2017.

Þrátt fyrir mikinn tónlistaráhuga er hún algjörlega laglaus. Ástandið er raunar svo slæmt að börnin hennar fjögur hafa öll sem eitt beðið hana um að hætta að syngja þegar hún hefur reynt að raula vögguvísur.

GG Verk  ·  Turnahvarf 4  · 203 Kópavogi  ·  5171660 ·  ggverk@ggverk.is