GG VERK

Reynsla, fagmennska, góð samskipti og áreiðanleiki

GG Verk er framsækið byggingafyrirtæki sem byggir á sterkum grunni. Verðmætasköpun okkar felst í byggingu vandaðra mannvirkja sem byggð eu innan tilskilins tímaramma - af framúrskarandi fagmennsku. Einkunnarorð okkar eru góð samskipti, snyrtimennska, gæði og öryggi.


Gunnar Gunnarsson sr.

Húsasmíðameistari

gunnar@ggverk.is

Gunnar Gunnarsson sr.

Gunnar hefur starfað sem húsasmíðameistari og byggingastjóri í meir en hálfa öld og er því hokinn af reynslu í öllu sem viðkemur byggingum. Gunnar er jafnframt önnur kynslóð af "The Gunnarsson's" og er pabbi Helga og Gunnars , sem hafa nú tekið við stýrikeflinu. Hann hefur verið hinn mesti lærimeistari og á heiðurinn af ófáum meistarasmíðum um allt land. Hann heldur áfram ótrauður og slær ekki vindhöggin!

Þrátt fyrir að vera kominn á besta aldur - vílar hann ekki fyrir sér að fara í flikk-flakk. Enda með marga meistaratitla að baki.

GG Verk  ·  Turnahvarf 4  · 203 Kópavogi  ·  5171660 ·  ggverk@ggverk.is