GG VERK

Reynsla, fagmennska, góð samskipti og áreiðanleiki

GG Verk er framsækið byggingafyrirtæki sem byggir á sterkum grunni. Verðmætasköpun okkar felst í byggingu vandaðra mannvirkja sem byggð eu innan tilskilins tímaramma - af framúrskarandi fagmennsku. Einkunnarorð okkar eru góð samskipti, snyrtimennska, gæði og öryggi.


Helgi Gunnarsson

Eigandi og yfirmaður framkvæmda

helgi@ggverk.is

Helgi Gunnarsson

Helgi er annar eiganda GG Verk og hefur starfað í byggingageiranum síðan hann hóf sinn starfsferil, fyrst um sinn við hlið pabba síns og afa. Helgi situr í stjórn félagsins og starfar jafnframt sem yfirmaður framkvæmda. Látið ykkur ekki bregða þó hann sé stundum svolítið brúnaþungur. Það er bara af því hann er að hugsa svo mikið. Og einmitt þess vegna er hann yfirmaður framkvæmda. 

Þess ber að geta að Helgi var skiptinemi í Mexíkó árið 1992 í eitt ár og vill meina að hann hafi tapað íslenskukunnáttunni sinni þar. Einmitt.

GG Verk  ·  Turnahvarf 4  · 203 Kópavogi  ·  5171660 ·  ggverk@ggverk.is