Rætur & menning

GG verk var stofnað árið 2006 af bræðrunum Gunnari og Helga Gunnarssyni en þeir eru þriðja kynslóð smiða í fjölskyldu sinni og búa því yfir áratuga reynslu í faginu. Fyrirtækjamenningin ber þess enn einkenni að vera byggt á fjölskyldugrunni en hugmyndafræði og gildi fyrirtækisins taka fyrst og fremst mið af góðum ytri og innri samskiptum þar sem samvinna, þátttaka og teymisvinna gegna veigamiklu hlutverki.

Ættliðirnir þrír - Gunnar Gunnarsson (afi), Gunnar Gunnarsson (pabbi) og synirnir Helgi og Gunnar Gunnarssynir stofnendur GG Verk.

Stjórn og núverandi eigendur

Núverandi eigendur félagsins eru hjónin Helgi Gunnarsson og Brynhildur S. Björnsdóttir ásamt Brynju Blöndu Brynleifsdóttir, fjármála- og aðstoðarframkvæmdastjóra félagsins.

Eigendahópur og stjórn GG: Brynhildur S. Björnsdóttir, stjórnarformaður (t.v.), Helgi Gunnarsson, framkvæmdastjóri og meðstjórnandi í stjórn & Brynja Blanda Brynleifsdóttir (t.h.), fjármála- og aðstoðarframkvæmdastjóri og meðstjórnandi í stjórn

Eigendahópur og stjórn GG:

Brynhildur S. Björnsdóttir, stjórnarformaður (t.v.), Helgi Gunnarsson, framkvæmdastjóri og meðstjórnandi í stjórn & Brynja Blanda Brynleifsdóttir (t.h.), fjármála- og aðstoðarframkvæmdastjóri og meðstjórnandi í stjórn


Hlutverk & gildi

Hlutverk GG Verk er að byggja vönduð mannvirki sem byggð eru innan tilskilins tímaramma - af framúrskarandi fagmennsku


Gæðavottun

GG Verk var annar byggingaverktaki á landinu til að hljóta ISO:9001 gæðavottun árið 2015. BSI á Íslandi hafa tekið út gæðakerfið árlega síðan og staðfest vottunina ár hvert. 

ISO gæðakerfið

· Tryggir virkt innra og ytra eftirlit

· Tryggir skilvirkni

· Tryggir tímastjórnun

· Tryggir gæði

· Tryggir samkvæmni

BSI-Assurance-Mark-ISO-9001-2015-KEYB.jpg

Mannauður

„Hire character, train skill.“ -Peter Schutz

Lykilstjórnendur

Brynhildur S. Björnsdóttir, stjórnarformaður, meðeigandi. Gæða-, þróunar- og markaðsmál.

Brynja Blanda Brynleifsdóttir, fjármála- og aðstoðarframkvæmdastjóri & meðeigandi

Gunnar Bergsveinsson, húsasmíðameistari og byggingarstjóri

Helgi Gunnarsson, framkvæmdastjóri & meðeigandi

Pétur Þór Jakobsson, verkefnastjóri fjármálasviðs

Sveinn J. Björnsson, byggingaverkfræðingur

Sveinn Ragnarsson, verkefnastjóri

Valdimar Ármann,  verkefnastjóri fjármála

Þór Þráinsson,  húsasmíðameistari og byggingarstjóri

Mannauðsstefna

"Mikilvægasta auðlind GG Verk er sá mannauður sem þar starfar. Lykilstjórnendur GG Verk skulu tryggja að á öllum starfssviðum félagsins starfi mannauður sem hefur þá þekkingu og hæfni sem þarf til að uppfylla skilyrði gæðastefnu okkar og gæðamarkmiða. Jafnframt skal tryggt að starfsmenn fái þá þjálfun og símenntun sem þarf til að við séum í stöðugum vexti. Jafnframt skal GG Verk stuðla að fyrirtækjamenningu sem eflir þátttöku, aðild og framlag mannauðs síns – þar sem hæfileikar hvers og eins fá að njóta sín. Þá skal öryggi og heilbrigði starfsfólks ávallt vera í fyrirrúmi."


Gæðamarkmið og stefna

Umfang gæðakerfis GG Verk er verkefnastjórnun og mannvirkjagerð og tekur gæðastefna okkar til allrar starfseminnar er lýtur að þeim þáttum. Þá nær hún einnig til samstarfsaðila og undirverktaka í einhverjum tilfellum. Lykilferlin eru innkaup, verkefnastjórnun og smíði mannvirkja.

Til að framfylgja gæðastefnu fyrirtækisins fylgir GG Verk gæðakerfi sem byggir á staðlinum ISO:9001. Til að tryggja það leggjum við áherslu á að allir þeir sem starfa fyrir GG Verk þekki og tileinki sér gæðastefnu og gildi félagsins.

GG Verk leggur metnað sinn í að veitt þjónusta sé ávallt í samræmi við hlutverk sitt, gildi og þær laga- og reglugerðir sem starfsemin lýtur.

GG Verk kappkostar við að mæta kröfum og væntingum viðskiptavina sinna og ánægju starfsmanna sinna við að byggja mannvirki.

 GG Verk byggir starfsemi sína á fagþekkingu, færni og ánægju starfsfmanna sinna til að leysa verkefnin af hendi af mikilli fagmennsku og gæðum.

Gæðastefna GG er til endurskoðunar árlega af stjórn og oftar ef þörf krefur - til þess að tryggja að hún samrýmist markmiðum GG og standist reglur og lög er lúta að mannvirkjagerð. Þá felur hún í sér stöðugar umbætur og endurútgáfur. 

 

gaedamarkmid_GG_VERK.png