GG VERK

Reynsla, fagmennska, góð samskipti og áreiðanleiki

GG Verk er framsækið byggingafyrirtæki sem byggir á sterkum grunni. Verðmætasköpun okkar felst í byggingu vandaðra mannvirkja sem byggð eu innan tilskilins tímaramma - af framúrskarandi fagmennsku. Einkunnarorð okkar eru góð samskipti, snyrtimennska, gæði og öryggi.

GG Verk nær öllum gæðamarkmiðum ársins!

Með innleiðingu ISO9001 gæðakerfisins fórum við að mæla árleg gæðamarkmið félagsins á borð við viðskiptavina- og starfsánægju, tíðni öryggisfrávika, skil verka á umsömdum tíma, fjárhagsleg markmið, símenntun starfsfólks ofl. 

Nú þegar ár er liðið frá gæðavottun er ljóst að við náðum öllum okkar markmiðum. Þar að auki hafa flestallar mælingar batnað til muna á þessu fyrsta ári eftir að gæðakerfið var vottað. Við erum t.a.m. stolt af því að viðskiptavinaánægja hefur aukist verulega, enda höfum við t.a.m. staðið 100% við öll tímaviðmið á skilum verka - innan kostnaðaráætlunar.

En það er ALLTAF hægt að gera betur! Um það snýst þetta allt saman. Setja okkur hærri markmið og finna leiðir saman til að ná þeim. Að því tilefni fóru allir verkefna-, verk- og hópstjórar í stefnumótunardag föstudaginn 2. sept sl. í glæsilegum húsakynnum Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Enda viðeigandi, þar sem GG byggði það fyrir klúbbinn á árinu, við mikla ánægju verkkaupa.

Það er mikið framundan á komandi ári hjá GG og því mikilvægt að mannauðinum okkar líði sem allra best í starfi. Við tókum því ákvörðun um að fókusera sérstaklega á starfsánægju á árinu og frammistöðu.

Að því tilefni eyddum við deginum í að leita lausna með stjórnendateyminu okkar til að ná þeim markmiðum. Enda er mannauðurinn okkar fjársjóður.

Myndir dagsins tala sínu máli!

Helgi, yfirmaður framkvæmda og Gunnar, gæðastjóri, fara yfir stöðu verka í vinnslu og verkefnastöðu framundan

Helgi, yfirmaður framkvæmda og Gunnar, gæðastjóri, fara yfir stöðu verka í vinnslu og verkefnastöðu framundan

Hópstjórarnir þeir Ingi Valur og Helgi Gísli í verkefnavinnu

Hópstjórarnir þeir Ingi Valur og Helgi Gísli í verkefnavinnu

Ómar og Gunnar velta fyrir sér leiðum að aukinni starfsánægju

Ómar og Gunnar velta fyrir sér leiðum að aukinni starfsánægju

Sumir hópar nýttu sér góða veðrið í verkefnavinnuna

Sumir hópar nýttu sér góða veðrið í verkefnavinnuna

Hópur 1 undirbýr kynningu á sínum niðurstöðum

Hópur 1 undirbýr kynningu á sínum niðurstöðum

Halldór verkstjóri kynnir niðurstöður síns hóps

Halldór verkstjóri kynnir niðurstöður síns hóps

Verkefnin voru af ýmsum toga - en snéru öll að því að finna út úr því saman hvernig við gætum aukið starfsánægju og frammistöðu okkar allra

Verkefnin voru af ýmsum toga - en snéru öll að því að finna út úr því saman hvernig við gætum aukið starfsánægju og frammistöðu okkar allra

Mikið spáð og spekúlerað í verkefnunum

Mikið spáð og spekúlerað í verkefnunum

Hópurinn hans Ómars kynnti frábærar hugmyndir

Hópurinn hans Ómars kynnti frábærar hugmyndir

Frábær dagur að baki...nú er að bretta upp ermar og innleiða allar þær frábæru hugmyndir sem fæddust á þessum degi. Þetta verður frábært ár!

Frábær dagur að baki...nú er að bretta upp ermar og innleiða allar þær frábæru hugmyndir sem fæddust á þessum degi. Þetta verður frábært ár!

"Verktakinn GG Verk, reyndist framúrskarandi vel."

Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs var opnaður með viðhöfn á dögunum. Mikil ánægja ríkir með framkvæmdirnar eða eins og Finnur Sveinbjörnsson, formaður GKG, segir í Kópavogsblaðinu (8 tbl., 22.árg. 7. apríl 2016): "Verktakinn, GG Verk, reyndist framúrskarandi vel. Kostnaðar- og tímaáætlanir stóðust nánast upp á prik." Sama getum við hjá GG sagt um verkkaupann GKG, sem reyndist frábær í allri samvinnu.

Til gamans má geta að umsögn Agnars Más Jónssonar, framkvæmdastjóra GKG, var heldur ekki af verri endanum: "Við hjá GKG erum mjög sátt með alla aðkomu GG verks að byggingu Íþróttamiðstöðvarinnar. Við unnum eftir metnaðarfullum áætlunum sem stóðust og þau frávik sem upp komu á leiðinni voru leyst með faglegum hætti. Þá verðum við að róma GG verk fyrir eindæma snyrtimennsku á meðan á byggingunni stóð, sem gerði það að verkum að allt rask vegna framkvæmda var lágmarkað."

GG teymið þakkar fyrir sig og óskar Garðbæingum og Kópavogsbúum hjartanlega til hamingju með stórglæsilega íþróttamiðstöð!

GG Verk öðlast ISO 9001 vottun!

Á einungis níu mánuðum hefur draumur okkar orðið að veruleika. GG Verk er nú annar byggingaverktakinn á landinu til að öðlast ISO 9001 gæðavottun en Íslenskir aðalverktakar öðluðust slíka vottun árið 2009. Hér má sjá skírteinið okkar og vottun.

Þessi vegferð hefur verið lærdómsrík og gefandi fyrir okkur öll. Á bak við vottunina liggja ótal námskeið og þrotlaus vinna fyrir alla í GG teyminu en jákvæðnin, vinnugleðin og metnaðurinn hefur verið drifkraftur okkar allra. Enda gerast framleiðsluteymin ekki betri.

Eðlilega ber að fagna slíkum áfanga en í dag bjóðum við öllu starfsfólki okkar, viðskiptavinum, undirverktökum, birgjum og fleiri hagsmunaaðilum í geiranum til veislu í Glersalnum í Kópavogi. Boðskortin voru vegleg í takt við tilefnið - unnin af Tobbu hjá Vinnustofunni ehf., úr krossvið. 

Hér má sjá nokkrar myndir úr síðustu úttekt BSI á Íslandi sem eru vottunaraðilar fyrir ISO og fleiri gæðavottanír á Íslandi. Mannskapurinn stóð sig auðvitað með einstaktri prýði og útskrifuðust með glans úr ISO innleiðingarferlinu - sem endaði með þessu fallega skírteini og vottun. 

Kristján verkefnastjóri, Brynhildur framkvæmdastjóri og Guðmundur birgða- og lagerstjóri hress í lokaúttekt

Kristján verkefnastjóri, Brynhildur framkvæmdastjóri og Guðmundur birgða- og lagerstjóri hress í lokaúttekt

Örn úttektaraðili hjá BSI á Íslandi er hér að skoða ýmsar skráningar hjá Kristjáni verkefnastjóra 

Örn úttektaraðili hjá BSI á Íslandi er hér að skoða ýmsar skráningar hjá Kristjáni verkefnastjóra 

Eins þurfti auðvitað að skoða teikningar og allt utanumhald hönnunargagna

Eins þurfti auðvitað að skoða teikningar og allt utanumhald hönnunargagna

Næstu menn í hakkavélina voru Kristinn og Halldór, verkstjórar í Smiðjuholtinu. Hér útlista þeir fyrir Erni allar dagskýrslur og daglegar steypuúttektir. Allt orðið rafrænt sem tryggir allan rekjanleika og miðlægt aðgengi.

Næstu menn í hakkavélina voru Kristinn og Halldór, verkstjórar í Smiðjuholtinu. Hér útlista þeir fyrir Erni allar dagskýrslur og daglegar steypuúttektir. Allt orðið rafrænt sem tryggir allan rekjanleika og miðlægt aðgengi.

Og ekki slapp Kristinn við að sýna Erni hvern einasta afhendingarseðil...og var auðvitað með allt á kristaltæru.

Og ekki slapp Kristinn við að sýna Erni hvern einasta afhendingarseðil...og var auðvitað með allt á kristaltæru.

Að loknum úttektum var svo kominn tími til að fagna... WE DID IT!!!!!!!!!!

Að loknum úttektum var svo kominn tími til að fagna...WE DID IT!!!!!!!!!!

Þegar við ákváðum að fara í þetta innleiðingarferli og stefna að vottun innan árs þá skoðuðum við þessa mynd mjög oft. Hún var framtíðarsýnin. GG Verk er kassinn sem sker sig úr. Það kom auðvitað oft fyrir að maður efaðist um að þetta myndi takast - og þá var gott að loka augunum og sjá þessa mynd fyrir sér. Sannfæra sig um að við værum á réttri leið að því að verða glóandi kassinn. Kassinn sem miðar að því að skera sig frá hinum kössunum með því að gera hlutina öðruvísi. Jafnvel betur.

Og gleymum því aldrei að...

wisdom-from-henry-ford-15-inspiring-quotes-simple-life-strategies.jpg

ÁFRAM GÆÐAVEGINN!

Blöðruglens og grín!

Stundum þarf að hafa gaman. Þá er tilvalið að fara upp á þak og taka mynd með blöðrur í hendi. Af því bara.

Loftmynd af Smiðjuholtsreitnum sem við erum að byggja fyrir Búseta

Loftmynd af Smiðjuholtsreitnum sem við erum að byggja fyrir Búseta

Framkvæmdastjórinn horfir til himins. Enda í skýjunum með teymið á bak við sig.

Framkvæmdastjórinn horfir til himins. Enda í skýjunum með teymið á bak við sig.

Helgi, yfirmaður framkvæmda og Gummi, lager- og birgðastjóri í blöðrufíling

Helgi, yfirmaður framkvæmda og Gummi, lager- og birgðastjóri í blöðrufíling

Allt er skemmtilegra með blöðrum. Eins og sést glöggt á framleiðsluteyminu í Smiðjuholti.

Allt er skemmtilegra með blöðrum. Eins og sést glöggt á framleiðsluteyminu í Smiðjuholti.

Gæðastjórinn okkar er 40 ára í dag!

Gæðastjórinn okkar hann Gunnar Gunnarsson er fertugur í dag. Deginum eyðir hann í að greina innri úttektir og ganga úr skugga um að öllum verklagsreglum sé fylgt. Mjög viðeigandi...enda eru gæði hans sérgrein. 

Morgunblaðið fékk greinilega veður af þessu stórafmæli og birti heljarinnar grein um kauða í dag. Enda stórmerkilegur maður í alla staði! 

Allir að gefa Gunnari hæfæf sem hitta hann í dag!

Minnkum sóun með straumlínustjórnun!

Síðasta ár hefur farið í algera umbreytingu á umgjörð og innviðum starfseminnar okkar. Í byrjun árs hófum við innleiðingu á ISO gæðavottun - sem við sjáum nú fyrir endann á bráðlega. Hluti af því er að innleiða þá hugsun að leita sífellt leiða til að gera betur. Auka virði sem skilar sér til viðskiptavina og starfsmanna en um leið minnka alla sóun. Við fengum því Dr. Þórð Víking Friðgeirsson til að gera allsherjar rekstrarúttekt á fyrirtækinu í þeim tilgangi að minnka sóun með straumlínustjórnun (e.lean management). 

Dagurinn í dag fór í hugarflugsfund með lykilstjórnendum GG og Þórði...ótrúlega fróðlegur og skemmtilegur dagur. Bíðum spennt eftir útkomunni og ekki síður árangrinum!

Áfram menntaveginn! 

ISO 9001 vottunin nálgast óðfluga!

Í dag lauk BSI á Íslandi við aðra úttekt á ISO 9001 gæðakerfi GG. Við hófum innleiðingu á kerfinu í janúar á þessu ári og stefnir allt í að við munum ná markmiðum okkar um vottun á sama ári!  Enda með fáránlega góðan mannskap hjá okkur - sem taka þessum breytingum af jákvæðni og miklum fúsleika.

Haldi siglingin áfram á þessum hraða - verðum við annar byggingaverktaki á Íslandi til að öðlast slíka vottun - ásamt ÍAV ehf.

Sturluð gæðagleði!

Brynhildur S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri og Gunnar Gunnarsson jr., gæðastjóri - fara yfir gæðamálin með Unnari verkstjóra á verkstað GKG.

Brynhildur S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri og Gunnar Gunnarsson jr., gæðastjóri - fara yfir gæðamálin með Unnari verkstjóra á verkstað GKG.

Gunnar Gunnarsson, gæðastjóri GG og Örn Alexandersson, sérfræðingur og úttektaraðili BSI á Íslandi fara vel yfir gæðamálin á verkstað.

Gunnar Gunnarsson, gæðastjóri GG og Örn Alexandersson, sérfræðingur og úttektaraðili BSI á Íslandi fara vel yfir gæðamálin á verkstað.

Allir sammála um góða úttekt...jíhaaaa!

Allir sammála um góða úttekt...jíhaaaa!

GG fagnaði vorinu!

Eftir erfiðan vetur með sögulega slæmu veðri var kominn tími til að fagna vorinu! Við skelltum okkur því í GoKart og grill á dögunum. Kom þú fagnandi kæra vor!

Brynhildur, framkvæmdastjóri og Gummi, birgða- og lagerstjóri stórskemmtu sér!

Brynhildur, framkvæmdastjóri og Gummi, birgða- og lagerstjóri stórskemmtu sér!

Hér var hart barist í stórskemmtilegri keppni!

Hér var hart barist í stórskemmtilegri keppni!

Er hægt annað en að brosa þegar sólin er farin að láta sjá sig?

Er hægt annað en að brosa þegar sólin er farin að láta sjá sig?

Öllu gríni fylgir alvara...þess vegna notuðum við tímann vel og fórum aðeins yfir stöðuna...

Öllu gríni fylgir alvara...þess vegna notuðum við tímann vel og fórum aðeins yfir stöðuna...

GG fjölskyldan fylgdist auðvitað grannt með Helga, yfirmanni framkvæmda og Gunna, gæðastjóra að leggja okkur línurnar...

GG fjölskyldan fylgdist auðvitað grannt með Helga, yfirmanni framkvæmda og Gunna, gæðastjóra að leggja okkur línurnar...

Og svo auðvitað sigurvegarar dagsins krýndir og leystir út með verðskulduðum verðlaunum!

Og svo auðvitað sigurvegarar dagsins krýndir og leystir út með verðskulduðum verðlaunum!

GG verk sest á skólabekkinn!

Stundum þarf að leggja frá sér hamarinn og setjast á skólabekkinn! Lykilstjórnendur GG skelltu sér því á námskeið á dögunum hjá FOCAL gæðastjórnunarskólanum. Enda erum við á fleygiferð í innleiðingu á ISO 9001. Þrátt fyrir mikinn lærdóm - var gleðin við völd...enda með eindæmum skemmtilegur hópur. Þó við segjum sjálf frá!

Kristján G.í stuði. Gunnar Bergsveins virðist hins vegar vera djúpt sokkinn í náminu.

Kristján G.í stuði. Gunnar Bergsveins virðist hins vegar vera djúpt sokkinn í náminu.

Halldór og Guðmundur sáu um að halda uppi gleðiinni á aftasta bekk...

Halldór og Guðmundur sáu um að halda uppi gleðiinni á aftasta bekk...

Unnar í einkakennslu...

Unnar í einkakennslu...

Eigendur GG - þeir Gunnar og Helgi virtust skemmta sér konunglega á hliðarlínunni...og létu auðvitað nokkra fimmaura flakka. 

Eigendur GG - þeir Gunnar og Helgi virtust skemmta sér konunglega á hliðarlínunni...og létu auðvitað nokkra fimmaura flakka. 

Kristín hjá FOCAL á heiður skilið fyrir að halda okkur við efnið!

Kristín hjá FOCAL á heiður skilið fyrir að halda okkur við efnið!

Áfram menntaveginn!

GG Verk í skýjunum!

Við kynnum stolt nýjasta meðlim í GG fjölskyldunni! Dróni svífur þessa daganna yfir verkefnum okkar og gefur okkur þannig kleift að fylgjast með uppbyggingu verkefna frá áður óséðu sjónarhorni. Eins er það kærkomin viðbót við þjónustu okkar að geta deilt þessum yfirlitsmyndum með verkkaupum okkar - þannig að þeir geti fylgst náið með allri uppbyggingunni frá upphafi. Ekki síst gaman að sjá styttri samantekt í lok verksins!

Hér má sjá stutt myndband af verkefni sem við höfum nýlokið fyrir Stólpa ehf. að Hrólfskálamelum 10-18 á Seltjarnarnesi. 

GG Verk er vitanlega í skýjunum. 

Skóflustunga fyrir nýjum golfskála!

Laugardaginn 28. febrúar sl. var 1. skóflustunga tekin fyrir nýjan golfskála fyrir Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar - sem GG Verk hefst nú handar við að byggja.

Að því tilefni bauð GG Verk ehf. bæjarstjórum bæjarfélaganna, stjórn og meðlimum klúbbsins til veislu á vinnusvæðinu. 

Skóflustunguna tóku bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar, ásamt núverandi og fyrrverandi formönnum GKG

Skóflustunguna tóku bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar, ásamt núverandi og fyrrverandi formönnum GKG

Guðmundur Oddsson, formaður GKG, ávarpar spennta gesti

Guðmundur Oddsson, formaður GKG, ávarpar spennta gesti

Að lokinni skóflsustungu var gott að hlýja sér í vinnubúðum GG Verk - og gæða sér á ljúffengum veitingum

Að lokinni skóflsustungu var gott að hlýja sér í vinnubúðum GG Verk - og gæða sér á ljúffengum veitingum

Helgi Gunnarsson, meðeigandi GG og yfirmaður framkvæmda samgleðst hér með Agnari Má Jónssyni, framkvæmdastjóra GKG - yfir upphafi framkvæmda

Helgi Gunnarsson, meðeigandi GG og yfirmaður framkvæmda samgleðst hér með Agnari Má Jónssyni, framkvæmdastjóra GKG - yfir upphafi framkvæmda

Uppbygging íþróttamiðstöðvar hafin fyrir golfklúbb Garðabæjar og Kópavogs!

Skrifað hefur verið undir samning við golfklúbb Garðabæjar og Kópavogs (GKG) um byggingu á nýrri miðstöð fyrir kylfinga í Garðabæ! GG Verk mun sjá um byggingaframkvæmdir, VSÓ ráðgjöf um eftirlit og byggingastjórn, ASK arkitetar eru arkitektar miðstöðvarinnar en verkfræðihönnun í höndum Mannvits. Valinn maður í hverju rúmi!

Byggingin er alls um 1400 m² þar sem afgreiðsla, Proshop verslun, skrifstofur klúbbsins ásamt veitingasölu verða á efri hæð en búningsherbergi, kennslu- og æfingaaðstaða á neðri hæð. Eintóm gleði á sérhverjum fermetra!  

Aðkoma miðstöðvarinnar

Aðkoma miðstöðvarinnar

Miðstöðin séð frá 18. holu

Miðstöðin séð frá 18. holu

Miðstöðin séð frá norðri

Miðstöðin séð frá norðri

Um leið höfum við fengið nýjan liðsmann í GG teymið en það er Pétur Bragason - sem kemur til með að sinna verkefnastjórnun verksins. Hann ólst upp sem lærlingur hjá föður sínum í húsasmíði og er húsasmiður af þriðju kynslóð - rétt eins og eigendur GG Verk. Þá er hann lærður húsasmíðameistari, byggingastjóri og með M.Sc. próf í byggingaverkfræði. Þá hefur hann starfað sem skipulags- og byggingafulltrúi Grindavíkurbæjar, sem verkefnastjóri og verkfræðingur í ótal byggingaframkvæmdum.

Okkur hlakka mikið til samstarfsins og bjóðum Pétur sérstaklega velkominn í teymið okkar!

Áfram gæðaveginn!

 

 

ISO 9001 kick-off dagur!

Lykilstarfsmenn GG Verk áttu frábæran dag í dag á ISO 9001 kick-off fundi. Lærðum heilan helling á námskeiði með ráðgjafa frá BSI á Íslandi og svo fengum við kynningu á nýjum verkferlum frá gæðastjóra og framkvæmdastjóra GG.

Það er á svona dögum sem við finnum svo vel hversu gott er að vera hluti af nautsterku teymi - með úrvals leikmönnum. Myndirnar tala sínu máli...

Mynd 4_15.1.2015.JPG

GG Fjölskyldujól!

Á bak við allt okkar stórkostlega starfsfólk standa fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum. Okkur fannst því ekkert annað koma til greina en að fá að njóta samvistar með þeim í kringum fjölskylduhátíðina miklu.

Við gerðum okkur því glaðan dag fyrstu helgina í aðventu og skemmtum okkur ærlega. Þar var kátt á hjalla - ekki síst hjá smáfólkinu!

Sjón er sögu ríkari...


Hér sé stuð!

Það allra dýrmætasta sem við eigum í GG Verk er samhentur mannauður sem leggur sig allan fram alla daga! En það má alltaf skerpa á samhæfingu, trausti og síðast en ekki síst gleði í teyminu. Það er nefnilega ekki nóg að vera með gildin í orði...þau þurfa að vera á borði. Og æfingin skapar meistarann!

Við lögðum því niður störf um hádegi föstudaginn 3. október og fórum út að leika. Veðurguðirnir voru í liði með okkur og við áttum dásamlegan hvatadag með hjálp Eskimos. Myndir tala sínu máli...


SCRUM verkefnastjórnun innleidd!

Einholts/Þverholtsreiturinn er fyrsta verkefnið þar sem við innleiðum SCRUM verkefnastjórnunarkerfið. Kerfið telst til Agile hugmyndafræðis í verkefnastjórnun og hefur löngum verið notað í hugbúnaðargeiranum. Þó hefur það verið að ryðja sér rúms í byggingageiranum erlendis.

Með innleiðingu SCRUM styrkjum við enn frekar þær stoðir sem við höfum lagt áherslu um árabil en það er náin samvinna með verkkaupum, samræming milli teyma og skilvirkari framleiðsla. 

SCRUM tafla við Einholts/Þverholtsreitinn

SCRUM tafla við Einholts/Þverholtsreitinn

Hér að ofan sjáum við eitt verkfærið í SCRUM-inu en það byggir á virkrar þátttöku alls framleiðsluteymisins og virkum samskiptum. 

Við hlökkum til að takast á við þessa áskorun og innleiða kerfið í öllum nýjum verkefnum hjá okkur á næstu misserum.

 

GG Verk  ·  Turnahvarf 4  · 203 Kópavogi  ·  5171660 ·  ggverk@ggverk.is