GG VERK

Reynsla, fagmennska, góð samskipti og áreiðanleiki

GG Verk er framsækið byggingafyrirtæki sem byggir á sterkum grunni. Verðmætasköpun okkar felst í byggingu vandaðra mannvirkja sem byggð eu innan tilskilins tímaramma - af framúrskarandi fagmennsku. Einkunnarorð okkar eru góð samskipti, snyrtimennska, gæði og öryggi.

Halda gluggarnir vatni í lægðunum?

GG Verk þróar aðferð til að slagregnsprófa ísetta glugga í nýbyggingum.

images.jpg

slagregn

halda gluggarnir í íslensku slagviðri?

Á Íslandi er allra veðra von. Öll verðum við fyrir barðinu á djúpum lægðum með miklu roki og lemjandi rigningu. Í slíkum veðrum leitum við skjóls í notalegum híbýlum okkar og ættum þar með að vera sloppinn frá ónotunum úti fyrir. 

Til að svo megi verða þá þurfa húsin okkar að vera vind- og vatnsþétt.  

En ekkert er gefið í þeim efnum og líklega eru það gluggar og hurðir sem snúa berskjölduð upp í veður og vind sem oftast bregðast þegar á reynir. 

Íslenskri byggingarreglugerð er ætlað að tryggja öryggi og heilsu okkar samfélagsþegnanna og gerir þar af leiðandi kröfu um að gluggar og hurðir standist íslenskt slagveður eins og það gerist verst. 

Sú trygging felst í því að framleiðandur á gluggum og hurðum þurfa með viðurkenndum prófunum, útreikningum og mælingum, samkvæmt tilteknum staðli að sýna fram á að svo sé. 

Eftir slíka prófun og með viðurkenndri framleiðslustýringu í verksmiðju sinni má framleiðandinn CE merkja vöruna til mark um að slíkum reglum hafi verið framfylgt og niðurstöðurnar séu marktækar og viðurkenndar af byggingaryfirvöldum.  

En þéttleiki glugga og hurða er eitt og ísetning þeirra í íslenskan útvegg er annað. Þéttleiki glugga og hurða er prófaður í tilraunastofu en ísetning glugga og hurða, fullfrágengin í veggi húsa er almennt ekki prófuð á sömu forsendum. 

Það er með þetta eins og flest annað, ekkert er sterkara en veikasti hlekkurinn og heimsins bestu gluggar eru lítils virði ef þéttleiki ísetningarinnar er lakari en það sem gluggarnir sjálfir standa fyrir. 

Ástæða þess að ekki hafa verið framkvæmdar prófanir á ísetningaraðferðum á gluggum og hurðum hér á landi er líklega sú að ekki hefur verið þróuð tækni til að framkvæma slíkar prófanir. 

Nú hefur GG verk þróað slíka aðferð og komið sér upp þekkingu og búnaði til að geta lagt mat á og prófað þær ísetningaraðferðir með þeim ísetningarefnum sem á að nota hverju sinni.
Aðferðin byggir á sambærilegri aðferðafræði og með hliðsjón af sama staðli og þeim sem beitt er við prófun á gluggum og hurðum í tilraunarstofu.
— Ferdinand Hansen, gæða- og öryggisstjóri
sprautað.jpg

glufa?

-vatn dregst inn fyrir glugga við minnstu glufu

Það er gert með því að mynda 1100 pa lægri þrýsting innan við gluggann en er fyrir utan hann, samhliða því að sprauta tilteknu magni af vatni á vegg og glugga að utan og mynda þannig aðstæður sambærilegar við íslenskt slagveður af verstu gerð. 

Þegar búið er að skapa slíkar aðstæður eru allar líkur á að vatn dragist inn fyrir gluggann ef minnsta glufa er á þéttingunni. 

yfirlit.jpg

Þrýstiprófun

1100 pa lægri þrýstingur myndaður innan við gluggann áður en sprautað er tilteknu magni af vatni á vegg og glugga að utan

Samhliða góðri þéttingu þarf að tryggja góða útloftun á milli glugga og veggjar til að koma í veg fyrir rakamyndun sem annars gæti með tímanum leitt til fúa og myglu. 

Til að tryggja eins og hægt er að vel takist þá telja stjórnendur GG verks mikilvægt að í stórum byggingum séu slíkar prófanir gerðar með reglulegu millibili til að tryggja viðvarandi fagleg vinnubrög við ísetningu og frágang. 

GG verk er eitt fárra fyrirtækja í mannvirkjagerð sem er vottað samkvæmt alþjóðlega gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001 og þessi þróun á ísetningu glugga er viðvarandi viðleitni stjórnenda fyrirtækisins til að standa undir viðurkenningunni og hámarka ávallt líkurnar á að vel takist til. 

Vottunin ISO 9001 staðfestir að stjórnendur GG verk leitast eftir fremsta megni að framfylgja í hvívetna lögum, reglum og stöðlum þannig að mannvirkið í heild standist íslenska byggingarreglugerð og tryggja þannig öryggi og heilsu þeirra sem koma til með að nota mannvirkið um ókomna tíð. 

Ferdinand Hansen gæðastjóri GG.jpg

Ferdinand Hansen

Gæða- og öryggisstjóri GG

GG Verk  ·  Turnahvarf 4  · 203 Kópavogi  ·  5171660 ·  ggverk@ggverk.is