GG VERK

Reynsla, fagmennska, góð samskipti og áreiðanleiki

GG Verk er framsækið byggingafyrirtæki sem byggir á sterkum grunni. Verðmætasköpun okkar felst í byggingu vandaðra mannvirkja sem byggð eu innan tilskilins tímaramma - af framúrskarandi fagmennsku. Einkunnarorð okkar eru góð samskipti, snyrtimennska, gæði og öryggi.

Íbúðir fyrir 50+ í hjarta Mosfellsbæjar!

Við höfum nú hafist handa við uppbyggingu á gamla kaupfélagsreitnum í Mosfellsbæ eða Bjarkarholti 8-20, í hjarta Mosfellsbæjar - þar sem flest þjónusta er í göngufæri.

Þar munu rísa fjögur fjölbýlishús á 3-5 hæðum eða um 65 íbúðir fyrir 50 ára og eldri. 

Mynd á heimasíðu2.jpg
Mynd á heimasíðu.jpg

Arkitektar reitsins eru ASK arkitektar en Landhönnun sér um landslagið en lögð verður rík áhersla á að stuðla að grænni ásýnd umhverfisins. Sjá umfjöllun hér í Bæjarblaðinu Mosfellingi. 

Sala er ekki hafin á íbúðunum en áhugasamir geta skráð sig á lista yfir áhugasama - með því að senda póst á ggverk@ggverk.is. Áætluð verklok eru árið 2020 en skilum á íbúðum verða þó áfangaskipt fram að því.

GG Verk  ·  Turnahvarf 4  · 203 Kópavogi  ·  5171660 ·  ggverk@ggverk.is