GG VERK

Reynsla, fagmennska, góð samskipti og áreiðanleiki

GG Verk er framsækið byggingafyrirtæki sem byggir á sterkum grunni. Verðmætasköpun okkar felst í byggingu vandaðra mannvirkja sem byggð eu innan tilskilins tímaramma - af framúrskarandi fagmennsku. Einkunnarorð okkar eru góð samskipti, snyrtimennska, gæði og öryggi.

Starfsánægja hjá GG Verk aldrei meiri!

Eitt af okkar mikilvægustu gæðamarkmiðum er starfsánægja - enda er hún forsenda allra gæða.

Árlega mælum við öll gæðamarkmiðin okkar en þau eru: 

  • Að veita starfsfólki gott vinnuumhverfi
  • Að styðja frumkvæði og efla fagþekkingu starfsfólks
  • Skil á þjónustu á umsömdum tíma
  • Að gæði og þjónusta uppfylli væntingar viðskiptavina
  • Að fyllsta öryggis sé gætt
  • Að stuðla að stöðugum endurbótum

Þó að við tökum öll markmiðin okkar alvarlega þá var starfsánægjan sett á oddinn í ár. Þess vegna var gaman að uppskera mestu starfsánægju hjá okkur frá upphafi mælinga eða 4,6 á fimm punkta Likert kvarða. Það þýðir að 92% af okkar starfsmönnum eru annaðhvort frekar eða mjög ánægðir í vinnunni.

Richard Branson veit nefnilega hvað hann syngur...

richard_branson_take_care_of_your_employees.png

GG Verk  ·  Turnahvarf 4  · 203 Kópavogi  ·  5171660 ·  ggverk@ggverk.is